Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1916, Síða 144
136
R. Kipling:
[IÐUNN
Pegar Lisbeð var vel 17 ára, þá var það dag nokk-
urn að hún gekk úl sér til skemlunar. Hún hagaði
ekki göngum sínum eins og ensku stúlkurnar, sem
ganga röskan mílufjórðung og ríða svo heim. Lisbefr
gekk fimm til sex mílur sér til hressingar, alla leiðina
fram og aftur milli Kotgar og Narkúnda. í þelta sinn kom
hún heim i aldimmu, og fór niður snarbratta brekkuna
niður í Kotgar með eitthvað þungt i fanginu. Prests-
konan mókti inn í stofu, er Lisbeð kom með byrði
sína, lafmóð og mjög þreytt. Hún lagði frá sér byrð-
ina í legubekkinn og sagði ofur blátt áfram: Bþetta
er maðurinn minn. Eg fann hann á Bagiveginum.
Hann heíir meitt sig. Við skulum hjúkra honum, og.
þegar honum er batnað, þá á maðurinn yðar að gefa
okkur saman«.
í*etta var fyrsta sinni, er Lisbeð lét uppi skoðun
sína um hjónabandið, og prestskonan æpti upp yfir
sig af skelfingu. En nú varð fyrst að sinna mannin-
um í legubekknum. Hann var ungur Englendingur
og hafði höggist á höfðinu inn í bein á einhverju
hvössu. Hann dró andann undarfega og var með-
vitundarlaus.
Hann var háttaður niður í rúm, og klerkur-
inn stundaði hann, því að hann kunni ofboðlítið í
lækningum; og Lisbeð beið fyrir ulan dyrnar, ef vera
kynni, að hún gæti orðið að liði. Hún skýrði klerki
frá því, að þetta væri maðurinn, sem hún ætlaði að
giftast, og hann og kona hans ávíttu hana harðlega
fyrir hið ósæmilega framferði hennar. Lisbeð hlust-
aði á stillilega og endurtók fyrirætlun sína. Það þarf
ekkert smáræði af kristindómi til þess að uppræta
hinar ótömdu eðlishvatir Austurlandabúa, svo sem
t. d. þá, að verða ástfanginn á augabragði, og Lisbeð
gat eigi skilið, hví hún ætti að þegja um kjör sitt,
er hún hafði fundið mann, sem hún unni hugástum.
Og ekki ætlaði hún heldur að láta senda sig að