Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1916, Síða 145
IOUNN]
Lisbeð.
137
heiman. Hún ællaði að lijúkra Englendingnum þangað
til honum væri svo batnað, að hann gæti kvongast
henni, — þetta var nú hennar áform. —
Eftir hálfsmánaðar væga hitasóll og heilabólgu fékk
Englendingurinn ráðið aftur og þakkaði klerki og
konu hans og Lisbeð — einkum Lisbeð — góðvild
þeirra. Hann kvaðst vera ferðamaður í Austurlöndum
og koma frá Dera-Dún lil þess að leita að jurtum og
fiðriidum í Simlafjöllum. Enginn vissi því nein deili
á honum i Simla. Hann hélt, að liann hefði hlotið
að detta fram af hamrinum, er hann var að ná í.
burkna á fúnum trjástofni, og burðarmennirnir hefðu
stolið farangri hans og fiúið; var það ætlun hans að
halda aftur til Simla, er hann væri orðinn nokkru
hressari. Hann var búinn að fá nóg af fjallarápinu.
En hann fiýtti sér ekki að komast af stað og honum
gekk seint að hressast. En Lisbeð vildi ekki hlýða fortöl-
um klerks né konu hans, svo að húsfreyjan tók Eng-
lendinginn tali og sagði honum, hvernig ástatt væri um
tilfinningar stúlkunnar. Hann brosti drjúgl að þessu
og kvað það vera einkar fagurt og skeintilegt, hrein-
asta inndæli þarna mitt í Himalayjafjöllunum. En
eigi hélt hann þó, að hér væri nein hætta á ferðum,
þar eð hann væri heitbundinn stúlku heima. Auð-
vitað ætiaði hann að fara gætilega, og það gerði
hann. En samt þótti honum mjög gaman að tala við
Lisbeð, ganga með henni, slá henni gullhamra og
kalla hana gælunöfnum, meðan hann var að safna
kröftum til brottferðar.
Honum var þetta leikur einn — en henni þvert á
móti —, það var henni alshugarmál. Hún var mjög
glöð og ánægð þenna liálfa mánuð, af því að hún
hafði fundið mann, er hún unni. —
Af því að Lisbeð var af »skrælingjum« komin,
gerði hún sér ekkert far um að d}dja tilfinningar
sínar, og Englendingnum var skemt. Þegar hann fór,