Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1916, Síða 146
138
R. Kipling:
IIÐUNN
gekk Lisbeð með honum upp á fjallið alla leið til
Narkúnda, mjög áhyggjufull og angurvær.
Með því að prestskonan réð ekkert við Lisheð, en
var hinsvegar vel kristin og haíði megnustu óheit á
öllu, er hneyksli gæti kallast, þá hafði hún beðið
Englendinginn að segja henni, að hann ætlaði að
koma aftur og kvongast henni: »Hún er ekki annað
en barn enn þá, sjáið þér til, og heiðin í lijarta sínu,
er ég hrædd um«, sagði prestskonan. Svo að alla
leiðina upp eftir fjallinu, sem voru þrjár mílur vegar,
hélt Englendingurinn um mittið á Lisbeð og var að
fullvissa hana um, að hann ætlaði að koma aftur
og eiga hana, og hún lét hann Iofa þessu hvað eflir
annað. Hún stóð grátandi á Narkúndahæðunum,
þangað ti) liann hvarf sj'num á Mútitaniveginum.
þá þurkaði hún tárin úr augum sér og hélt aftur
til Kolgar og sagði við prestskonuna: »Hann kemur
aftur til þess að kvongast mér. Nú er hann farinn
til fólksins sins til þess að segja þvi frá þessu«. Og
prestskonan vildi sefa Lisbeð og sagði: »Hann kemur
aftur«. Þegar tveir mánuðir voru liðnir, lók Lisbeð
að gerast óþolinmóð, og var henni þá sagl, að Eng-
lendingurinn hefði farið yfir hafið til Englands. Hún
vissi hvar England var, af því að hún hafði lesið
ágrip af landfræði, en auðvitað hafði hún enga hug-
mynd um eðli sjóarins, því að hún var fjallastúlka.
Par var á heimilinu gamalt landabréfsslitur, og liafði
Lisbeð leikið sér að því, er hún var barn. Nú leitaði
hún það uppi aftur, selti það saman á kvöldin, grét í
hljóði og reyndi að gera sér í hugarlund, livar Eng-
lendingurinn væri. En með því að henni var ekkert
kunnugt um vegalengdir eða gufuskip, þá voru hug-
myndir liennar all-fjarri sanni. Og það hefði slað-
ið nákvæmlega á sama, þólt alt hefði verið lauk-
rétt hjá henni, því að Englendingurinn liafði engan
veginn ætlað sér að koma aftur og kvongasl fjalla-