Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1916, Page 147
IÐUNN' |
Lisbeð.
139
stúlku. Hann var búinn að steingleyma henni, er
hann vár kominn á fiðrildaveiðar í Assam. Hann
reit síðar bók um Austurlönd, en ekki var þar getið
um Lisbeð.
Þegar þrír mánuðir voru liðnir, fór Lisbeð daglega
pílagrímsferðir til Narkúnda lil þess að vita, hvort
hún sæi ekki til Englendingsins á leiðinni. Þetta
hughreysti hana, og er prestskonan sá, að henni leið
betur, hugði hún, að Lisbeð væri í þann veginn að
vinna bug á hinni »alls-óviðurkvæmilegu og ósæmi-
legu tilhneigingu sinni«. Þá er frá leið, hættu göng-
urnar að verða Lisbeð lil liuggunar og skaplyndið
versnaði til muna.
Nú hugði prestskonan, að tími væri tilkominn að
lála Lisbeð vita, hvernig í öllu lægi — að Englend-
ingurinn hefði lieitið henni eiginorði einungis til þess
að sefa liana, að hann hefði aldrei ætlað sér neitt
með því, og að það væri rangt og ósæmilegt af
henni að láta sér detta í liug að giftast Englendingi,
sem í rauninni væri æðri vera og auk þess lieit-
bundinn stúlku af sinni eigin þjóð. Lisbeð kvað alt
þetta vera gersamlega ómögulegt, því að hann hefði
sjálfur sagl, að liann ynni henni, og að prestskonan
hefði líka sagt, að liann ætlaði að koma aftur.
»Hvernig getur það verið ósatt, er þú og hann
sögðu«, spurði Lisbeð.
»Við sögðum það til þess að sefa þig, barn«,
mælti jirestskonan.
»Þá hafið þið sagt mér ósatt, þú og hann«, sagði
Lisbeð.
Prestskonan hneigði höfuðið, en sagði ekkert. Lis-
beð þagði og um slund. Því næst gekk hún út og
niður eftir dalnum og kom aflur klædd sem fjalla-
stúlka — afskaplega óhrein, en án nef- og eyrna-
hringa. Hún hafði fléttað hárið í langa fléttu, sem
siður er fjallakvenna og brugðið í dökkum þræði.