Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1916, Page 151
IÐUNN’ 1
Um notkun lifsins.
143
landi. Nokkuð er pað sundurlaust, en gullvægt innan um.
Hér birtist fyrsti kaíli pess í isl. pýðingu.]
I.
Vandamálið mesta.
Það sem hverjum manni ríður lang-mest á að læra
í lífinu er, hvernig hann eigi að lifa því. Ekkerl er
mönnum jafn-mikið í mun að varðveita eins og lífið.
Og ekkert gera menn sér þó jafn-lítið far um að
nota eins vel og skyldi. Enda er þetta enginn hægð-
arleikur.
Það var Hippokrates gamli, sem sagði það í upp-
hafi læknisráða sinna: — »Lifið er stutt, en listin
löng, tækifærið hverfult, tilraunin vafasöm og erfitt
að dæma um, hvað rétt sé«.
Hamingjan og lífsgengið eru ekki komin undir ytri á-
stæðum, heldur undir sjálfum oss. Fleiri menn munu
hafa orðið sjálfum sér til falls og foráttu, en að aðrir
hafi valdið lífsógæfu þeirra. Og fleiri hús og fleiri
borgir hafa mennirnir sjálfir eytt en þær, sem hrunið
hafa í óveðrum og jarðskjálftum.
Til eru tvenns konar rústir, aðrar af völdum mann-
anna, en hinar af völdum tímans og náttúrunnar.
Sú eyðilegging, sem er af mannna-völdum, er lang-
raunalegust, og versti óvinur mannsins, býr, eins og
Seneca segir, i brjósti hans sjálfs. Forsjónin gerir
engan ófarsælan, en hún gefur oss kost á að kjósa
um það, sem í kjöri er. Og ef vér misbeitum þessu
valfrelsi voru, megum vér eiga vísa von á því að
verða að þjást fyrir það; en þá er líka sjálfum oss ein-
um um að kenna. »Margir menn«, segir La Bruyére,
»eyða miklu af lífi sínu einungis til þess að gera
það, sem eftir er af þvi, óhamingjusamt«. Hversu oft
verða menn ekki að þjást fyrir það í ellinni, er þeir
í léttúð sinni hafa notið í æsku. En — um töluð orð og