Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1916, Page 152
144
Lord Avebury:
[ IÐUNN
unnin verk tjáir ekki að sakast. Og ekki gelur Verð-
andi gerl það ógerl, sem orðið er, né Skuld aflur-
kallað það; Urð býr að sinu og dregur af þvi vexti
og vaxtavexti. Alt of oft leggja menn á sjálfa sig eitt-
hvert það ok í æsku, sem virðist vera og er í raun
réttri lélt í fyrstu, en verður því óbærilegra sem árin
iíða.
Mennirnir elska sjálfa sig, ekki viturlega, heldur
heimskulega, því að dimmuslu skuggarnir í lífinu
«ru venjulegast þeir, er maðurinn varpar sjálfur á
lífsleið sína. Og ölluin er okkur svo einkar lagið að
gera okkur sjálf ófarsæl. Enda er það hægðarleikur.
Vertu eigingjarn; vertu reiðigjarn; hugsaðu of mikið
um sjálfan þig og of litið um aðra; vertu eyðslu-
samur og óhófssamur og söktu þér í skuldir; et og
drekk of mikið, vertu of lítið undir beru Iofti og
afræktu likama þinn — og þú munt vissulega verða
ófarsæll.
En af þessu getum við einnig lært, hvernig við
eigum að fara að því að verða hamingjusöm.
Mér hefir stundum verið borið það á brýn, að ég
sé of bjartsýnn. En aldrei hefi ég gerl lítið úr né
heldur neitað erfiðleikum lífsins. Aldrei heíi ég sagt,
að mennirnir væru liamingjusamir, heldur að eins,
að þeir gætu orðið það; og ef þeir væru ekki ham-
ingjusamir, þá væri það venjulegast þeirra eigin sök
og að flestir okkar fleigðu frá sér meiri hamingju en
þeir nokkru sinni nytu. En þetta er því raunalegra,
því:
Hvað er sárar eftir á
en einmitt pað að finna og sjá
að engum kenna um það má
öðrum en sér sjálfum-----
Lifið er vissulega enginn rósabeður, en það þarf
ekki heldur að vera nein þyrnibraut. En sumir eyða
lífi sínu í að óska þess, sem þeir vita, að þeir geta