Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1916, Síða 154
146
Lord Avebury:
[ IÐUNM
fljótfærni og hugsunarleysi sjálfra vor. Uppeldið og
sjálfsaginn er nú raunar að nokkru leyti sjálfum okkur
að kenna eða að þakka. Öll höfum við fyrir einum
að sjá, að minsta kosti, sem sé sjálfum okkur. Og
það sem við kennum okkur sjálf, verður miklu
fremur eiginleg eign okkar en það, sem við nemum
af öðrum. Uppeldinu er ekki lokið, þegar við yfir-
gefum skólann. Þá er það í raun rétlri fyrst að byrja.
Og það tekur í raun og veru alt lífið. »Enn hvað
það væri æskilegt«, segir Seneca, »ef við öguðum
ekki síður anda vorn en líkama, og ef við legðum
jafnmikla áherzlu á dygðina eins og við leggjum á
nautnina«.
Sumir mannflokkar eru forlaga-trúar. Alt er fyrir-
fram ákveðið, hyggja þeir, og ekki má sköpum renna.
Maðurinn er einskonar vélbrúða, einskonar leikfang
í höndum æðri máttar. Fyrsta spurningin hlýtur því
að vera þessi: Er til nokkur sú lífsspeki, er okkur megi
að haldi koma? Getum við sjálfir stýrt kneri vorum
yfir aldanna sæ, eða hljótum við að láta reka á
reiðanum? Svarið er ljóst og ótvírætt: Maðurinn
er maður og sinnar eigin gæfu smiður; og verði
hann það ekki, er honum sjálfum um að kenna.
Úr lífi sínu getur hann gert eilt af tvennu, ef hann
tekur það nógu tímanlega, sí-hækkandi sigurbraut
eða sí-lækkandi lirakför. »Það sem þú vilt verða,
verður þú«, segir Jean Paul, »því að svo er mikill
viljaþróttur vor, í sambandi við liinn æðsta, að alt
sem við æskjum að verða, í alvöru og af fullum á-
setningi, það verðum við«. Og meira að segja vitum
við venjulegast, hvernig við eigum að haga oss, því
að — »samvizkan segir oss meira en sjö varðmenn
á hæstu tindum borgarinnar« (Ecclesiasticus).
En — ef við nú höfum þelta vald á sjálfum okkur
og lífsgengi okkar, þá ríður meira á því en öllu öðru,
að við gerum oss Ijóst, hvað við viljum verða, og