Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1916, Síða 156
148
Lord Avebury:
| IÐUN'N
fara að lifa þessu lífi, eins og þó hefir verið gert alt
frá dögum Rehóbóams og fram á daga Chesterfields
lávarðar, heíir jafnan verið fremur vanþakklátt verk.
Og ekki eru mér úr minni liðin sorgleg afdrif ný-
kristnaðs heiðingja, sem félagar hans tóku af lifi fyrir
það, að hann vandaði of mikið um fyrir þeim. Og
eins veit ég, að vitrir þurfa ekki ráða við, en heim-
skingjarnir taka þeim ekki. En því er nú einu sinni
svo farið að:
»sá er ei vill sönsum taka
síðar mun sér iðrun baka«,
og því ætla ég nú að koma með nokkrar bendingar
til þeirra, sem langar til að verða eitthvað og langar
til að gera eitthvað, langar til að gera sem mest úr
sjálfum sér og lífi sínu.
Sannarlega er það raunalegt að sjá, hversu menn
láta oft og einatt tækifærin ónotuð í lífi sínu. Hversu
margir mundu ekki geta orðið hamingjusamir fyrir
alla þá blessun, sem þeir annaðhvort eyða að óþörfu
eða varpa á burt frá sér. Hamingjan er fólgin í því
innra, í anda vorum, en ekki í því ytra, ekki í að-
stæðunum. Og eftir þvi sem Dugald Stuart lítur á,
er leyndardómur hamingjunnar í því fólginn að geta
hagað sér og lagað sig eftir aðstæðunum, frekar en
í því að vera að slritast við að laga umhverfið eftir
sér eða sínum geðþótta. Því sagði líka Hume, að
glaðlyndi og gott skap væri betra en nokkur stóreign,
er gæfi af sér hundruð þúsunda í arð á ári hverju.
Reyndu því að hagnýTta þér sem bezt öll þau gæði,
sem þú hefir tök á, og þú munt fljótt komast að
raun um, að þú ert auðugri en þú hyggur. Og þá
mun ekki fara fyrir þér eins og flestum öðrum, að
— enginn veit hvað átt hefir, fyr en mist hefir. Og
þótt þú mætir einhverjum örðugleikum, þá lát þér
það ekki fyrir brjósti brenna. Maður má ekki við