Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1916, Síða 157
IÐUNN]
Um notkun lífsins.
149
Því í þessu lífi að missa kjarkinn. Því er ráðlegast,
að vænta þess bezta, en vera við búinn því versta.
Stattu við stríðstæki þín og fallbyssur, svo að óvinur-
^nn taki þær ekki frá þér.
Og eins verður þú að gæta, að þú keppir eftir
einliverjum verulegum gæðum, en ekki neinum
hrævareldum hamingjunnar. Við ágirnumst margt af
því, að við höldum að það sé gott, en myndum fyrir-
Hta það, ef við vissum hið sanna eðii þess. Mörgum
íinst t. d. sem þeir séu að njóta sjálfs sín, þegar þeir
eru að þjóna leti sinni og ómensku. Sumir nefna og
það eitt gæði, er þeir geta notið líkainlega, þótt and-
legu gæðin séu hvorttveggja, bæði betri og varanlegri.
J3ví sagði Sókrates: »Philebus heldur, að naulnir,
gleðskapur og glaðværð og alt af því tægi hljóti að
teljast gæði í augum allra lifandi vera, þar sem ég
aftur á móti held því fram, að vizka og þekking og
ánægja sú, sem er samfara góðum endurminningum
og því líku, svo sem réttri skoðun og réttri hugsun
— séu betri og æskilegri«. Ætli við æltum ekki að
fara að ráðum Sókratesar og sækjast fremur eftir
því að skapa okkur einhver göfug áhugamál en að full-
nægja fýsnum okkar, en fara að öðru leyti vel með
það, sem okkur er léð, bæði andlega og líkamlega?
En hvernig hagnýtum við okkur nú helztu veraldar-
gæðin? Við njótum ekki nállúrunnar né unaðssemda
hennar. — Við vanrækjum eða vinnum jafnvel hugs-
nnarlaust mein þessum eina líkama, sem við höfum,
enda þótt heilbrigði hans sé að miklu leyti undir-
staðan undir andlegri heilbrigði okkar. Ekki njótum
við heldur nema í litlum mæli unaðar þess, er listin
getur veilt okkur. Ekki höfum við heldur neinn veru-
legan hug á hinum aðdáanlegu framförum í vísind-
unum, þótt þær séu að ýmsu leyti skilyrði fyrir vel-
ferð okkar og vellíðan. Og þó miklumst við af yfir-
hurðum okkar yfir aðrar skepnur jarðarinnar. Við