Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1916, Síða 158
150
Lord Aveþury:
[IÐUNN
miklumst meðal annars af því, að skepnurnar fari
aðallega eftir hvötum sínum, en maðurinn sé skyn-
semi gædd vera. En hversu litið hefir þessi marg-
lofaða skynsemi aukið á sælu mannkynsins? Það má
meira að segja halda því fram, eins og Kynikar gerðu
forðum daga, að hún hafi verið hrein hefndargjöf,
hafi frekar orðið mönnunum til kvalar en til ánægju.
Dýrin eru þó ekki að kveljast úr hugsýki eins og
maðurinn, eða gera sér rellu úr því, er fram kunni
að vinda. Við kveljum okkur sjálfa með hræðslu og
kvíða, víli og voli út úr mörgu því, sem aldrei kemur
fyrir. Og að vísu umlykja leyndardómar okkur á allar
hliðar, en við æltum ekki að láta hugfallast fyrir
það.
En þótt við látum ekki hugfallast, ber okkur að vera
á verði. Jafnvel í þeim sökum, sem við hyggjum að
okkur skjátlist sízt, verðum við að gæla allrar varúðar.
»Við verðuin jafnvel«, segir Chesterfield lávarður, »að
hafa meiri gát á okkur, er við þykjumst breyta rétt,
en þegar við erum að forðast lestina. Því í sinni
sönnu mynd er lösturinn svo ljótur, að hann mundi
naumast freista okkar, ef hann tæki ekki oft í fyrslu á
sig ásýnd dygðarinnar«. Ofl kynnumst við mönnum,
er þrátt fyrir alt það góða, sem í þeim býr, láta leið-
ast til miskunnarleysis og harðýðgi. Palmerston lá-
varður varð eitt sinn fyrir reiði prestanna fyrir að
halda því fram, að allir væru fæddir góðir; það má
að minsta kosti fullyrða, að það taki töluverðan
tíma, áður en menn verði algerlega illir. Við hröpum
ekki á einuin degi frá himnaríki til helvítis, eins og
sagt er um höfund syndarinnar.
Ef við nú snúum huganum frá einstaklingnum að
mannfélagsheildinni, er það enn þá furðulegra, liversu
skamt við erum á veg komnir. Mannkynið getur enn
sagt eins og Newton, að við séum ekki annað en
börn, er séu að leika sér frammi í flæðarmáli og