Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1916, Page 159
IÐUNN|
Utn notkun lífsins.
151
séum að tína hér og þar fegurri skel eða einhvern
fíngerðari sjávargróður en venja sé til, en sjálft liggi
hið mikla haf sannleikans órannsakað fram undan
okkur. Ekki er enn til neitt það efni, sem við þekkjum
alveg út í æsar og höfum algerlega tök á, og því
verðum við að streitast og sveitast frá morgni til
kvölds. Kynnum við aftur á móti að hagnýta okkur
hetur eiginleika efnisins og öfl náttúrunnar, er það
sennilegt, að einnar eða tveggja stunda vinna mundi
nægja til þess að fullnægja öllum sanngjörnuin líkam-
legurn þörfum og gefa okkur nægan tíma til að þroska
anda vorn og tilfinningar. Mennirnir eru ekki einu
sinni búnir að læra að hagnýta sér gufuaflið til fulls;
og á bernskuárum elztu manna, sem nú lifa, var
notkun rafmagns alveg óþekt, þólt menn nú séu
farnir að hagnýta það á ýmsa lund; og enn rennur
alt fossa-aflið að mestu leyti alveg óhagnýtt til sjávar.
— Og svo að við snúum huganum að öðru. Hvílík-
uin feikna-kvölum hefðu menn ekki getað komist
hjá, ef menn hefðu fundið hin deyfandi meðöl og
svæfi-lyfin fyr! Og svona mætli fylla heilar bækur
með framförum þeim, sem við eigum vísindunum
einum að þakka. Og engum blandast hugur um, að
cnn sé eftir að uppgötva svo ótal margt, jafnvel það,
sem við höfum daglega fyrir augum og höfum ekki
enn neina hugmynd um, hvað í kunni að búa. Og
er það svo ekki alveg furðulegt, að hinar svonefndu
kristnu þjóðir skuli eyða og verra en eyða miljónum
á miljónir ofan til þess að glata hver annari og
berjast eins og óarga dýr um löndin, — á meðan
hið mikla haf sannleikans liggur órannsakað fyrir
framan þær?
Hvað er svo að segja um sjálft mentunarástandið
meðal þjóðanna? Fyrir svo sem tveim kynslóðum
var ekki svo mjög um það hugsað að kenna mönn-
um skrift og lestur. Og enn má heyra menn finna