Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1916, Side 163
IÐUNNJ
Um notkun lífsins.
155
heldur svo ótal margar aðrar, sem leiðir af ófull-
komnun og fallvelli lífs vors. En þar sem skáldið
fullyrðir að »sorgarbrautin« sé eini vegurinn til lífsins
landa, þá er það algerlega rangt. Og enn meiri firra
er að halda hinu fram, að hamingjusamt líf hljóti að
hafa óhamingju i för með sér hinum megin grafar.
Þessi hugsun hefir sligað marga ístöðulausa manns-
sálina og breytt mörgum björtum og glaðlyndum sál-
um í dimmar sálir og skuggalegar, af því að þær
hafa kvalist af hamingju sinni og giflu í stað þess
að þakka guði fyrir og gleðjast yfir þvi, að það gefi
manni tæki til þess að Iýsa og létta brautina fyrir
■öðrum, sem eiga við sorg og andstreymi að búa og
ekki hafa sömu uppsprettu ljóss og glaðlyndis í sinum
sálum. Cowper var vissulega enginn meinlætingamaður;
en var hann þó ekki eitthvað í ætt við þá, sem telja
alla gleði syndsamlega, ekki af því að hun kunni að
hafa ilt í för með sér fyrir aðra, heldur sökum þess,
að hún gleðji huga vorn og sál?
Margir kvelja sjálfa sig og pína út af leyndardóm-
um tilverunnar. En, þólt einhver góður maður og
spakur sé stundum gramur við veröldina og hryggist
yfir henni annað veifið, þá er það áreiðanlega víst,
að enginn sá maður, sem hefir gert skyldu sína í
heiminum, er ósáttur við hann. Heimurinn er í raun
réttri ekki annað en skuggsjá sjálfs þín. Ef þú brosir
við heiminum, brosir hann við þér; ef þú grettir þig
við honum, grettir liann sig framan í þig. Horfir þú
á hann gegnum rósrautl gler, verður allt rósrautt í
því Ijósi; en sé glerið blátt, verður all blátt, kulda-
Iegt og fjarlægt. Því ættu menn líka að temja sér
það að líta á björtu hliðarnar, og beita ekki altof
mjög dökku gleraugunum, er gera alt svo diml og
dapurt. Til eru þeir menn, sem jafnan breiða birtu
og yl í kringum sig, þótt þeir geri ekki annað en
hrosa eða mæla orð af vörum. Og brosið er, eins og