Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1916, Page 164
156
Lord Avebury:
IIÐUNN
kunnugt er, sólglit sálarinnar. Heilsa því hverjum
manni með björtu brosi, blíðlegu viðmóti og vingjarn-
legum orðum. Það stytlir veginn milli hjartnanna og
opnar jafnvel sálirnar fyrir þér. Það er ekki nóg, að
við elskum þá, sem eru okkur næstir og kærstir, við
verðum líka að sýna það í verki.
»Ekki er nein sú skylda til«, sagði Seneca, »að vér
verðum ekki sælli fyrir að rækja hana, og engin sú
freistni tii, að hún leyfi ekki einhverja undankomu«.
Akærum því ekki náttúruna eða manneðlið, því eins
og Milton segir:
»Hún hefir gjört sína skyldu; gjör þú þína!« Goethe
og fleiri hafa talið sorg og hrellingar meginþætti
kristindómsins. Kristna trúin væri trú þeirra, sem
grétu. Og er það að sumu leyti satt. En það má
nærri geta, hvort skaparinn hefði gert náttúruna að
unaði augans og hljómlistina að unaði eyrans, ef ekki
mættum við njóla þessa, og það er næstum ótrúlegt,
til hve mikillar ánægju einn maðurinn getur verið
öðrum, ef þeir að eins haga sér réttilega.
Walpole lýsti lífinu svo sem það væri gamanleikur
fyrir þá, sem hugsa um það, en harmleikur fyrir þá,
sem kennir til undan því«. Hvorttveggja er til, en
venjulega verður þó lífið að því, er við sjálfir viljum.
En eitt er leitt, að við tökum sjaldnast eftir árum
gæfu okkar og gengis, en förum slrax að telja raunir
okkar, er eitthvað bjátar á.
Við getum ekki vænst, að okkur lánist all. Jafnvel
náttúrunni mistekst stundum. En — fylstu ekki of-
metnaði á dögum meðlætisins, og örvæntu ekki í and-
streyminu, og þú munt komast fram úr flestum örð-
ugleikum.
Alkunnur ritningarstaður segir okkur, að vítt sé það
hlið og breiður sá vegur, er liggi til glötunar, og
margir fari þá leiðina; en að þröngl sé hlið það og