Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1916, Blaðsíða 165
IÐUNN]
Um notkun lífsins.
157
mjór sá vegur, er til lífsins liggi, enda fáir, sem rati
hann.
En oft virðist mér sem menn leggi skakka merkingu
í orð þessi. Hér er ekki drepið einu orði á að »mjói
vegurinn« sé örðugri eða ójafnari, að eins að hann
sé mjór og örðugt sé að finna hann. Og að sjálfsögðu
er að eins til ein rétt leið að hverju marki með ótal
krókaleiðum og villigötum út frá sér. Fram undan
skipinu á sjónum er að eins ein stefnan rétt; allar aðrar
stefnur myndu leiða það meira eða minna úr leið til
þeirrar hafnar, sem það stefnir að. En af þessu leiðir
ekki það, að hin rétta stcfna sé örðugri eða storma-
samari en hinar leiðirnar.
Ekki verður heldur hinu neitað, að það, sem er
skakt og vont, getur verið geðfelt og meira að segja
ginnandi í svipinn. Því ef svo væri ekki, væri ekki
heldur nein freisting til. En það sem ég vildi leiða
athyglina að er þetta, að með því að láta tælast af
þessu, þá kaupum við okkur að eins stundar ánægju
fyrir framtíðar böl; en þetta er að kaupa augnabliks-
yndi of dýru verði; það er að selja frumburðarrétt
sinn, líkt og Esau, fyrir einn baunarétt, því eins og
skáldið segir:
»margur er ungdómsins augnabliks-hlátur
sem æfin öll þungt fram í dauða tregar«.
Vissasti vegurinn til þess að verða hamingjusamur,
og hér á ég aðeins við þetta líf, er að vera góður,
og menn afla sér oft meiri hamingju með sjálfsafneit-
un en með sjálfseftirlæti. Vertu eftirlátur við aðra, en
ekki við sjálfan þig.
Lífsgengi og hamingja fylgjast engan veginn altaf
að, og margur er sá maðurinn óhamingjusamur, sem
virðist hafa öll hin ytri skilyrði til þess að vera liam-
ingjusamur. Forsjónin gelur gefið oss mikið, en sjálf-
um verður vorum innra manni að þykja það nóg: