Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1916, Qupperneq 166
158 Lord Avebury: Um notkun lifsins. [iðunn
Pví hugur minn er heimur sá,
par hamingjan mín býr.
»Það er ekki á hvers manns valdi að verða ríkur,
virtur eða mikils metinn, en ég held hverjum manni
sé það kleift að verða góður, göfugur og spakur«,
segir franski spekingurinn Vouenargues. Hið sanna
rikidæmi er ekki í því fólgið, hvað við eigum, heldur
i hinu hvað við erum, en hlunnindi þau sem við
eigum við að búa, gera það að verkum, að meira má
af okkur heimta. »Líf vort«, sagði hinn heilagi Chryso-
stomos, »er tómur sjónleikur og skylda hvers manns
er að leika silt hlutverk eins vel og kostur er á;
ríkidæmi og fátækt, upphefð og niðurlæging og alt
þvi líkt eru að eins hlutverk í leikritinu. En þegar
lífstíðin er á enda, þá mun leikhúsinu lokað og menn
afklæða sig gervum sínum. Og þá á að prófa sérhvern
eftir verkum hans, ekki eftir auðlegð hans, embætti,
upphefð eða völdum, heldur að eins eftir verkum
hans«. Látum oss vona, að verk vor standist þá
raunina.
En eftir hverju er farið í dóminum? Ekki svo
mjög eftir því, hvað við höfum fengið afrekað, eins
og eítir hinu, hvað við höfum viljað og hversu góða
viðleitni við höfum sýnt. Ekki eftir því, hvort við
höfuin verið hepnir i lifinu, heldur eftir því, hvort
við höfum verðskuldað að verða það.
Og þannig er því þá í sannleika farið, að siðgæðið,
göfgið og spekin munu gera oss liamingjusama, en
syndin er hin eiginlega sjálfs-fórn.
Son minn, sagði Salómon, haltu lögmálið og geym
þú boðorð mín í hjarta þér; þá munt þú verða far-
sæll og langlífur í landinu.