Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1916, Blaðsíða 172
164
Hallgr. Jónsson:
[ IÐUNS
og fallega sleginn?« spurði hestskónaglinn. »Ekki er
hætt við að fari fram af honum. Er ég ekki nógu
spengilegur? Sumir hefðu nú rifið skúrþilið, þegar
þeir voru reknir, það gerði ég ekki«.
»Æ, ég hefl nú um annað að hugsa í dag en hest-
skónagla. Veistu ekki að ég er spáný skotthúfa og
hefi alla æfibraut mína fram undan mér?« Og vind-
urinn blés húfuna út og marg-vafði henni utanum
hestskónaglann.
»Góð eru faðmlög þín, gæzka«, sagði naglinn. »Ef
ég héldi þér nú ekki uppi, þá dyttir þú niður í bleyt-
una. Hefir þér aldrei komið til liugar að giftast?«
»Ó! ég er svo ung«, sagði húfan og faðmaði nagl-
ann sárnauðug. »En ekki get ég borið á móti því,
að kost hefi ég átt á nokkurum. Snúrustaurinn leit
ekki óhýrt til mín. Og myndarlegur var hann«.
»Svei, snúrustaurinn, sem er bæði luralegur, alveg
óheflaður, og þar að auki úr tré. En ég er úr járni
og margsleginn eftir réttum reglum listarinnar«.
»f*etta veit ég er satt«, sagði skotthúfan hógvær.
Og frúin tók hana af naglanum, teygði hana og
snotraði og fór með hana inn.
Dagarnir liðu, margt gerðist og margt breyltist.
Það var einu sinni skömmu fyrir jól, að skotthúfan
hékk inni í fataskáp. Húsmóðirin hafði nælt hana í
sparisjalið sitt með stórum sjalprjóni.
»Dæmalaust ert þú myndarleg«, sagði sjalprjónn-
inn við skotthúfuna. »Er það nú skott! Sér er hver
skúfurinn, og svo þessi forkunnarfagri hólkur! Þú
liefir víst ekki verið í vandræðum að ganga út,
heillin?«
»Ég vil ekki heyra þetta skjall«, sagði húfan.
»Þetta er ekkert skjall. Finnurðu ekki sjálf, hvað
þú ert tíguleg? Hafa ekki margir beðið þín?«
»Þú ert svo fruntalega dónalegur, að ég get ekki
talað við þig. Veistu ekki, að ég heíi setið á höfði