Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1916, Side 173
IfiUNN]
Skotthúfan og hestskónaglinn.
165
frúarinnar? Ég hefi hafst við inni í veizlusölum. Ég
hefi komið í leikhúsin. Ég hefi liorft um alla kirkj-
una. Ég hefi séð upp í fagurbláan kveldhimininn. Og
sólin hefir skinið á mig hábjartan daginn. f*að hefir
horið fyrir mig sitt af hverju. Ég hefi getað valið um
mannsefni. En ég er enginn heimalningur, ég ætla
ekki að hlaupa á mig«.
»Já, þú ert engin hversdagshúfa. En hefirðu séð
álitlegri sjalprjón en mig? Ég er glóandi fagur, eins
og þú sér, með hrafnsvartan haus«.
»Svei, svei, ég vil ekki heyra þetta raup. I3ú ættir
að biðja kollhettunnar, þú værir fullsæmdur af henni,
en mig fær þú aldrei, það geturðu reitt þig á«.
»Dratnb er falli næst«, sagði prjónninn og slepti
húfunni, svo hún datt niður á gólf. Þegar húsmóð-
irin kom inn í fataskápinn, sá hún hvar húfan lá á
gólfinu. Hún tók hana upp, dustaði liana við kné
sér og strauk hana svo með lófanum.
»Ég held það þyrfti nú að fara að þvo þig«, sagði
hún og tók hólkinn og skúfinn af henni. Síðan var
húfan þvegin, undin og hengd á rokkinn lijá ofn-
inum.
»Ert þú ólofuð?« spurði rokkurinn.
»Já, já, skárra er það nú bráðlætið«, sagði skotl-
húfan. »Við erum svo að segja bláókunnug, og það
var verið að leggja mig liérna«.
»Jæja, ég er nú opinskár við hvern sem ég á.
Hvernig líst þér á mig? Er ég ekki riddaralegur, há-
rauður með mjallhvítum glerdoppum?«
»Liturinn fölnar, og bólurnar detta úr þér með
aldrinum. Eg hefi nú séð svo rnargt, að mér líst
ekki á alt«.\
»Myndir þú neita mér, ef ég vildi taka þig upp af
götu minni?«
»Ég er sama sem trúlofuð. Eg þoli ekki að hlusta
á svona tal. Þú ættir að taka saman við keinbu-