Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1916, Side 174
166
Hallgr. Jónsson:
[ IÐUNN
kolluna, og myndi enginn segja, að þú tækir niður
fyrir þig«.
»Urrrrr«, sagði rokkurinn, »slærilætið kemur þér
einhvern tíma í koll. Þetta orðbragð hefir enginn
haft við mig fyrri«.
Frúin tók húfuna, þegar hún var orðin þur og
slétti hana með lieitu járni og lagði hana svo niður
i borðskúlfu.
»Nei, livaðan kemur þú? Sæl vertu nú, vina mín«,
sagði brjóstnælan, þegar hún sá skotthúfuna.
»Sæl«, sagði skotthúfan. »Kúrir þú hérna auming-
inn?«
»Ójá, það eru tvennir tímarnir. Þú held ég hafir
frá einhverjum tíðindum að segja«, mælti brjóstnælan.
Það er munur að vera ung og upp á sitt ið bezta
eða vera slitin og brotin eins og ég er. Hérna er ég
nú búin að liggja tvenna tímana. En sú var tíðin,
að ég fór víða, og mörgum þótti ég falleg«.
»Ertu einstæðingur?« spurði húfan.
»Það er ég nú raunar ekki, við tókum saman út
úr leiðindum, tíluprjónninn, sem þú sér þarna, og ég.
Og fáir hefðu lialdið, þegar ég var upp á mitt ið
bezta, að ég mundi taka réttum og sléttum títuprjóni;
ég held ég verði að láta það fara, þó hann heyri
sjálfur«.
»Já, mig liálf-furðar á, að þú skyldir gera þetta.
Á engu hefi ég eins mikla andstygð og títuprjónum.
Þeir hafa elt mig alla daga. Stundum hafa þeir
hangið utan í mér sjö og átta, en þeir hafa allir
farið sömu leiðina. Títuprjóni tek ég ekki, þó liann
væri úr gulli. Maður verður að þekkja sjálfan sig.
Það er sitthvað að vera skotthúfa eða brjóstnælu-
grey«.
»Hægan, liægan, vina góð«, sagði brjóstnælan.
»Það var ekki nema hálfsögð saga«, ansaði húfan.
»Ég hefi aldrei haft frið fyrir biðlum. Fyrsti biðilliun