Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1916, Page 175
ibunni
Skotthúfan og hestskónaglinn.
1G7
minn var snúrustaur, milcill á velli og heljarmenni.
Ég neilaði honum, og hann logaði upp til ösku af
trega. Þá kyntist ég sómasamlegum hestskónagla.
Hann fleygði sér í faðm mér af ástarþrá. En ég gat
ekki tekið honum vegna ættsmæðar. Það tók hann
sér svo nærri, að hann kolryðgaði á einni nóttu. Þá
kom nú sjalprjónninn til sögunnar. Hann mátti heita
ærður eftir mér. Rennilegur var hann, með forkunnar-
fagran, hrafnsvartan haus. Honum neitaði ég vegna
annars biðils. En prjónninn datt í sundur af ástar-
harmi. Og þá komst ég í kunningsskap við rokkinn.
Hann var mest glæsimenni allra biðlanna, að undan-
teknum honum, já, að undanteknum honum. — Jæja,
rokkurinn var fríður. Allur var hann rendur, fagur-
rauður að lit, með mjallhvítar glerdoppur hér og
hvar. Ég iðrast nærri eftir, hvað ég var orðhvöss við
hann. En það gerði nú gullhólkurinn. Svo nærri tók
rokkurinn sér að fá mig ekki, að hann orgaði eins
og hann liafði liljóðin til. Var þá slegið utan um
hann uppi á lofti, og þar situr hann víst enn«.
»Já, svona gengur það. En hvað sagðirðu áðan,
gullhólkurinn?« spurði nælan.
»Nefndi ég gullhólkinn. Jæja, ég man ekki hvað .
ég sagði«, ansaði skotthúfan.
wÞað skal ekki fara lengra, þó þú segir mér það«,
sagði nælan.
»En þú verður að muna, að ég segi þér þella í
trúnaði. Éað er gullhólkur frúarinnar, sem ég elska,
— sem elskar mig, ætlaði ég að segja. Við höfum
nú verið samtíða í fjölmörg ár. Hann er óneitanlega
afburða hólkur. Ég jafna honum ekki við hina, sem
óg taldi. Raunar hefir hann ekki beðið mín enn.
Hilt er ég viss um, að hann kann að meta mig. Eg
finn hvernig hann snerlir skottið á mér. Eg hefi
svona hér um bil vitað, livað honum var í hug, þegar