Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1916, Page 176
168
Hallgr. .Jónsson:
IIÐUNN
hann hefir kyst brúnina á mér. Hann er fagur, lýsir
eins og sól og glóir eins og gimsteinn.
En blessuð mín, þú þekkir sjálfsagt brjóstnælurnar.
Eg held að gullnæla frúarinnar sé vitlaus eftir lionum.
En ég býst við, að hann kunni að meta forláta skott-
húfu og ginnist ekki af tildri, hégómaskap og ástleitni
nælunnar«.
»Þarna skjöplast þér, góðin, ég þekti hólkinn hér
einu sinni, og þá leit hann stærra á sig en svo, að
hann legði sig niður við skottliúfupottlok. Ég get trúað
að hann vilji næluna, ég var einu sinni í hennar
stöðu, — en það er nú tómt mál að tala um það«,
sagði silfurnælan.
»Þú ætlar þó ekki að telja mér trú um, að gull-
hólkurinn frúarinnar hafi verið að daðra við þig. Ertu
enn þá svona hreykin, brotin garmurinn, sem loks-
ins tókst títuprjóninum, af því enginn vildi þig. Og
farið gæti nú svo, að sjálf gullnælan brolnaði og
henni yrði kastað hérna í skúlfuna. Myndi hún þá
ekki verða að gera sér gott af ryðguðum tíluprjóni
eins og þú. Þið eruð brothættar, þessar gullnælur og
silfurnælur. Þið hafið lítið hugboð um, hvað er að
vera óbrothætt skotthúfa«.
Silfurnælan þagði og sneri sér að títuprjóninum.
Frúin tók húfuna sína, lét á hana hólkinn og batt
við hana skúfinn. Og enn fékk húfan að koma í leik-
húsin; enn inátti hún líta inn í kirkjurnar og enn
vissi hún hvað gerðist í veislusölum og danssölum.
Enn þá sat hún á höfði frúarinnar.
En hún naut ekki unaðarins. Hún vissi vel, að
gullnælan var henni hlutskarpari. Hún vissi það, þótt
hún játaði það hvorki fyrir sjálfri sér eða öðrum.
Mörg ár liðu og margt breyttist. Skotthúfan upp-
litaðist. Hún varð mórauð og snjáð. Loks var henni
fleygt niður í tuskupoka. Þar voru samankomin sokka-