Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1916, Síða 177
iðunnj Skotthúfan og hestskónaglinn. 169
slitur, götóttir skyrlubolir, illepparæksni, smokkatirjur
og fleira.
Húfan lenti við hliðina á hvítum háleisli.'
wÞú erl skrambi borginmannlegur, þarna niðri í
tuskupokanum«, sagði húfan við háleistinn.
»Ég er heidri háleistur, ný tekinn af fæti frúarinnar«.
»Það er þá líkt á komið með okkur, nema ég er
nýtekin af höfði frúarinnar. Ættum við nú ekki að taka
saman«? sagði skotthúfan.
»Ekki er þér þetta alvara, skotthúfugarmur. Ég er
mjallhvítur og stráheill, og ég væri enn á fæti frúarinn-
ar, ef stallbróðir minn hefði ekki týnst. Ert þú þessi
daðurkind, gömul og grett?«
»Heyr á endemi, háleistsgreppur«.
Skotthúfan hugsaði um forna frægð og gróf sig inn
i tuskufjöldann.
Einu sinni komst litla telpan frúarinnar i tusku-
pokann. Rakst hún þar á skotthúfuna og tók hana
upp úr pokanum. Hún dró í hana tvö bönd, tróð
togi í skottið á henni og batt hana svo á kollinn
á sér.
Hlógu nú allir að litlu telpunni og gömlu skott-
húfunni.
Þegar minst varði, náði bróðir litlu telpunnar í
húfuna, hann klipti af henni allan faldinn og rakti
upp hálft skottið, svo tróð hann henni upp á- tána á
sér og gekk á henni úti og inni. Systir hans reiddist
og tók af honum húfuna. Hún þvoði hana sjálf og
hengdi hana út á gamlan hestskónagla í skúrþilinu.
»Ógnarlegt ræksni ert þú orðin, skotthúfu tetur«,
sagði hestskónaglinn.
»Ójá, ég má muna fííil minn fegri, þegar ég var
ung, hrafnsvört og strokin. Þá rendi margur til mín
hýru auga. En engan vildi ég, nema gullhólkinn. En
það fór nú eins og það fór«. »Honum hefir ef til vill
litist á einhverja aðra?« sagði naglinn.