Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1916, Síða 178
170
Hallgr. Jónsson:
1IÐUNN
»Nei, það er alveg frá, en gullnælan var vitlaus
eftir honum«.
»Hefir þú komið hingað áður og talað við mig,
þegar þú varst barnung jómfrú?«
»Ekki rekur mig minni til þess«, sagði húfan. »En
hvernig litist þér nú á að við tækjum saman í ellinni?«
»Það eru nú engin elliinörk komin á mig enn«,
ansaði hestskónaglinn. »Og ég er orðinn vanastur því
að vera einn míns liðs, en þú ert tirja ein, faldlaus
og skottlaus ræfillinn«.
»Veit ég það, að ég er búin að tapa því bezta, er
mér þótti í æsku. En ég á fyrir mér að endurnj'jasUi,
sagði skotthúfan.
»Jú, jú, þar komstu nú með það, þú endurnýjast
máske þannig, að þú sameinast einhverju tuskurusli,
ef þú brennur þá ekki til ösku og hverfur í allsherjar
rusl og ryk; sér er nú hver endurnýjunin«.
»Ert þú þessi trúleysingi, hestskónaglastautur? Og
þú heldur víst, að svona fari fyrir sjálfum þér? »Eitt-
hvað líkt þessu, ég býst við því«, sagði hestskónaglinn.
»En ég er nú nokkuð annarar skoðunar«, sagði
húfan. »Ég hefi altaf verið trúuð, síðan ég man eftir
mér. Og nú er ég búin að öðlast vissuna. Eg veit að
ég verð bráðum ný skotthúfa, fegri og fullkomnari
en ég var á mínum bezta aldri. Og þá veit ég, að ég
fæ að sjá gullhólkinn minn. Ég veit þetta, ég veit að
skotthúfa, spariskotthúfa missir aldrei persónuleik
sinn. Spariskotthúfa heldur áfram að vera spariskolt-
húfa stig af stigi«.
»Mikið fullyiðir þú, húfuslitur«, sagði naglinn.
»Enginn ami væri mér í því, að þú hefðir rétt fyrir
þér. En liitt er grunur minn, að ef við verðum ekki
að engu, sem við líklega verðurn ekki, þá lifum við
aðeins í heildinni. Og ætli við megum ekki þakka
fyrir það?«
Vinnukona frúarinnar vissi ekki, livað hestskónagl-