Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1916, Page 183
IÐUNN]
Gamalt brotasilfur.
175
sem himnaríki opið til að sjá;
og salurinn gefur sjálfum sér alt ljós
og sumardögg og pálmavið og rós
og aftanblæ og iðufossanið
og ástarhjal og næturfuglaklið.
í miðjum honum máttug stendur rós,
í miðjum hennar bilcar stendur drós,
sem bæði er engill, barn og mey og dís,
á blíðu hennar lifir Paradís.
Hver lýsir fegurð himingyðju há?
Nei, henni sjálfri lýsa enginn má,
en búning gyðju svo er lýst í söng:
»Ur sólargulli fléttuð veldisspöng,
sem friðarbogi féll um dísar brá;
úr Fönixdúni, bjartari nýjum snjá,
sveiflaðist möttull, mjúkt sem iðufall,
og munaðarblitt sem ástar kvöldskraf svall
um sérhvern lið og alla gerði eitt,
sem ótal tónabrögð í samhljóm breytt.
Svo fagurt og svo fábreytt yndisskart
hið frábærasta litprjál gjörir svarta.1)
Nei, drottinn minn, hvað dugar tungan mín
að draga í inál um slíka silkilín!
Á »músunum« er munur, kæra frú,
og mín er (sem sagt) líkust geldri kú,
en þetta er Ijóðamey þíns eiginmanns,
og meira að segja — ég hef séð til hans
við hliðina á henni niundu hverja nótt —.
En — nú spyr einhver: »Gera þau ekkert ljótt?«
Ja, svei því ef ég veit, en segi beint
og sanna skal það bæði ljóst og leynt:
Að eigi slíkur slíka frú sem hann,
þá stendur næst hann sjálfur, góði mann,
að yrkja um hana. Hverjum væri nær
1) Tckið orðrélt eftir Gröndal.