Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1916, Page 185
IOUNN]
Sálarfræði og andatrú.
177
Til guðs, til guðs með sorg og sár
og söknuð þessa kífs.
Til guðs, — hann getur gjöit þín tár,
að geislum eilífs lífs.
Sálarfræði og andatrú.
— Erlend ritfregn. —
Próf. F. C. S. Schiller ritar í iúlí-heftið p. á. af enska
sálfarfræðis-tímaritinu »Mind« um Proceedings of the Sociely
/or Psijchical fíesearch, árið 1915, á þessa leið:
Alt þetta milda bindi (XIX -}- 657 bls.) ræðir um hið
»sálarfræðislega eðli inókleiðslu-tyrirbrigðanna hjá Mrs.
Piper« (the Psychologij of Mrs. Piper’s Trance Phenomena)
og er eftir Mrs. Ilenry Sidgwick. J3er að lita á ritgerð
þessa sem einskonar loka-rannsókn (final »clean-up«) á
þessu merkilega fj'rirbrigði, sem vér enn, sakir þess að oss
skortir betra nafn á því, verðum að nefna »miðilsgáfu«.
Þegar Mrs. Piper liælti miðilsstörfum sinum 1911 og scttist
á verðskulduð eftirlaun hjá »Sálarrannsóknarfélaginu«,
hafði liún verið undir miklu lengri og strangari vísinda-
leg'ri rannsókn en nokkur annar miðill, hafði setið fjöldann
allan af andatrúarmótum og verið athuguð, gagnrýnd og
krufln af hinum færustu vísindamönnum, svo sem William
Jatnes, Richard Hodgson, Andrew Lang, Sir Oliver Lodge,
prófessorunum W. R. Newbold og J. H. Hyslop, hr. J. G.
Piddington og síðast en ekki sízt frú Sidgwick sjálfri. Pað
hefði því mátt ætla eftir hinni löngu skrá yfir rilgerðir,
sem vilnað er til í formálanum tyrir riti þessu, að lítið
væri eftir að segja um þcssi Pipers-fyrirbrigði. En ritgerðir
þær, sem út voru komnar, hnigu aðallega að því að lýsa
hinni, að því er virtist, alveg óvenjulegu (supernormal)
Iðunn II. 12