Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1916, Qupperneq 186
178
Sálarfræði og andatrú.
IIÐUNN
vitneskju, er gerði vart við sig i Pipers-leiðslunum, og að
færa sönnur á hana, svo og að pvi, livort hún myndi stafa
frá sambandi við framliðna. En að eins lauslega halði
verið drepið á hinar margvíslegu sálarfræðislegu spurn-
ingar, sem röknuðu upp fyrir manni við þetta, hvort sem
pessi lyrirbrigði voru nú talin stafa frá »öndum«, er töluðu
fyrir munn og hendur Mrs. Piper, eða litið var á pau sem
samstarf milli mismunandi vitundarparta i sálarlifi sjálfrar
hennar og andlegu sambandi hennar við pá, sem á mót-
unum voru. Einnig var pað kunnugt, að Richard Hodgson,
sem eftir langa og ítarlega rannsókn féllst með sjálfum sér á
pað, að andatrúartilgátan væri sennilegri, hafði safnað fjölda
af skýrslum um andatrúarmót, sem miðuðu að pví að lýsa á
vísindalegan hátt, hvers eðlis andasambandið væri og hvaða
skilyrðum pað lyti. Er hann dó svo skyndilega og fyrir aldur
fram 1905, var enginn talinn fær um að halda áíram starfl
hans, og pví var engin skýrsla birt um þessar rannsóknir
hans. En nú hefir Mrs. Sidgwick, með pvi bæði að gagn-
rýna hinar óútgefnu skýrslur og með því að taka alt þetta
efni upp til rannsóknar frá sálarfræðislegu sjónarmiði,
unnið bæði erfitt verk og umfangsmikið, sem pó lá beint
við, að Sálarrannsóknarfélagið ieysti af höndum, og um
leið hefir hún gert vísindunum stórmikið gagn.
Þelta ritverk hennar er nefnilega forkunnar velafhendi
Ieyst og ætti eftirleiðis að verða að fyrirmynd fyrir öllum
rannsóknum á þessum undarlegu fyrirbrigðum, svo itar-
lega, einlæglega, rólega og frjálsmannlega er frá þvi gengið.
Að vísu munu niðurstöður þær, sem höf. kemst að, ekki
líka öfgamönnunum á hvoruga hliðina eða fullnægja lljót-
færnum mönnum og grunnsyndum, er prá það eitt að
binda sem fyrst enda á þessi vandamál, sem hin vísinda-
lega rannsókn er nú rétt að eins að byrja á, með einhverri
fullyrðingu. En eigi sálarfræðin nokkuru sinni að verða aö
verulegum vísindum á borð við önnur visindi, þá má hún
ekki eins og hingað lil hefir tíðkast halda áfram að vera
leikfang í höndum liáskólakennara, sem eru að gamna sér
að pví að lýsa einhverjum yflrborðsfyrirbrigðum sálarlifs-
ins með fræðiorðum, sem þeir sjálfir hafa fundið upp, án
pess að reynt sé að láta sálarfræðis-kenningar peirra stand-