Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1916, Blaðsíða 187
IÐL'NN ]
Sálaríræði og andatrú.
179
ast einhverja alvarlega eldraun með þvi t. d. að sjá, hvort þær
geti sagt nokkuð fyrir um eðli og rás sálarlifsins i einhvers
einstaks manns höfði. Sálarfræðin getur því ekki varist því
lengur að láta reyna nothæfí sitt á verulegum sálarlegum
fyrirhrigðum; og allir þeir, sern við þetta kannast, geta
lært mikið af trú Sidgwick eins og öðrum, sem hala gefið
sig við að rannsaka sálarlif einstakra manna.
Menn ættu því að láta sér skiljast það þegar frá byrjun,
að verðmæti og gildi þessa ritverks frú Sidgwick er aðal-
lega sálarfræðislegt, en ílytur ekki neinar »fregnir frá
h'urðu.ströndum«. Raunar neitar hún því alls ekki, að Mrs.
Riper fái einhverja óvenjulega vitneskju i mókleiðslum
sinum, heldur segir liún þvert á móti berum orðum (á
hls. 6); »Eg er í engum minsta vafa um, að Mrs.
Riper hefir oft i mókleiðslum sínum látið i ljós
vitneskju, sem henni helir að eins getað hlotnast
nieð einhverju óvenjulegu (supernormal) móti«. Og
ennfremur, að »þessir yfirburða-hæfileikar (super-
normal powers) láta mjög til sín taka«. Ekki neitar hún
heldur því, að — »sönnunargögn, sem beinlínis virðast
styðja tilgátuna um samband við framliðna, hafa fengist
hjá öðrum miðlum en Mrs. Piper«, eins og líka fyrir
»firðmök« (cross-correspondence), sem Mrs. Piper hefir
sjálf tekið þát.t i. En þegar hún fer að vinsa úr þessum
sönnunargögnum, skýtur hún til hliðar öllu því, sem ræðir
um »fjarhrif hvort heldur er milli lifandi eða dauðra, sum-
part«, — segir hún — »af því að ég get elcki verið sam-
uiála Hodgson um, að hve miklu leyti mókleiðslu-fyrir-
brigðin eru óháð Mrs. Piper sjálfri, og þó cinkum af því,
að ég hlýt að leggja áherzluna á vitleysu þá [the absurd
elements), sem kernur þar í ljós« (bls. 7), þvi að skugga-
hliðin á þeim er, að þau eru l'ólgin i — »sýnilega fölskum
nianngervingum og fölskum staðhætingum, fáfræði og mis-
skilningi hjá öndum þeim, er þykjast birtast í mókleiðsl-
Unni« (hls. 6). Einnig er sagt (á bls. 5), eftir sameiginlegum
skilningi frú Sidgwick, hr. Gerald Ralfour’s og hr. Pidding-
ion’s, að hinar óútgeinu skýrslur Hodgson’s leiöi — »yfir-
leitt ekki annað í Ijós en það, sem vér þegar vitum« og
þess vegna »taki því ekki að reyna að færa frekari sönnur«
12