Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1916, Qupperneq 189
löL'NN ]
Sálarfræði og andatrú.
181
miði, með því að sleppa sér, er firð-mök nokkur höfðu
reynst ósönn (bls. 514) og með þvi, hversu mjög hann gerði
sér far um að nota miðilinn í »uppbjrggilegu augnamiði«
(/or sermonising purposes, bls. 490).
Þvi er ekki að furða, þótt Mrs. Sidgwick komist að nið-
urstöðu, sem kemur beint í l)ága við andatrúartilgátuna
(bls. 315—381), og þótt hún haldi því fram, að mókleiðsla
Mrs. Piper sé: — »að líkindum einskonar sjálfsdá-
1 eiðsl u-ás tand, þar sem hin dáleidda sjálfsvera
he n n a r b ú i ti 1 m i sm u n a n di persónugervinga
annaðhvort vísvitandi og af ásettu ráði, eða þá
óafvitandi og í þeirri trú, að hún sé sjálf persóna
sú, sem hún er að hafa eftir, og stundum ef til vill
í einskonar millibilsá standi milli þessa hvors-
tveggja«. En sjálf er frú Sidgwick þess fyllilega meðvit-
andi, að þessi niðurstaða sé ekki nein endanleg niðurstaða.
Því að enn sé ekki gerð grein fyrir þeirri óvenjulegu vit-
neskju, er »miðlarnir« geti látið í té. »Fjarhriíin« (Telcpalhy)
eru engin skýring; þau þurfa sjálf skýringar við. ()g þekk-
ing vor á dáleiðslunní og öðrum »annarlegum« sálar-
ástöndum er enn hörmulega skamt á veg komin. Vér eigum
enn eftir að læra svo mikið um það, »hvernig sálarlííið
starfar í oss öllum, en þó einkum í miðlunum«. Og þvi
áskilur hún sér réltinn til að mega leiðrétia niðurstöðu
þá, er hún heíir komist að, ef hún kemst að réttari skoðun
siðar.
Þessi niðurstaða frú Sidgwick virðist heilbrigð og full-
komlega vísindaleg, og þeir sem hallast frekar að andatrú-
ar-tjlgátunni í tilraunum sínum og skýringum, ættu að taka
henni með hælilegri virðingu. Þeir ættu að láta sér skiljast,
að enda þótt tilgáta þeirra kynni að vera rétt, þá geti hún
naumast verið rélt í þeim búningi, sem hún hefir birzt í
til þessa og því sé þeim áríðandi að leggjast dýpra og
kanna betur alla möguleikana og allar llækjurnar í þessum
fyrirbrigðum. Vér liöfum hér eins og svo oft endrarnær í
sögu vísindanna um tvær andstæðar skoðanir að velja, er
hvor um sig geta komið lieim við staðreyndir þær, sem
■vér þekkjum, og mælir sitt með hvorri hjá hverjum ein-
stökum.
En það sem þó er átakanlegast í þessu falli er, liversu