Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1916, Page 191
iðunx]
Ritsjá.
183
trúuðu« sálarfræðingar gott af því, sem að þeim er rétt í
greininni. En mig gleður hún sérstaklega fyrir það, að hún
Virðist sanna það, sem ég hefi haldið fram, að svonefnd
»mókleiðsla« (trance) sé ekki annað en »sjálfsdáleiðsla«, og
að andatrúarfyrirbrigðin stafl af þeirri wskifting vitundar-
innar«, sem svo iðulega á sér stað. Sbr. VII. kafla í »Sálar-
fræðiw minni, sem nú er að koma út; hann er ritaður meira
en hálfu ári áður en mér barst þetta fyrir augu.
Á. II. B.
Ritsj á.
Einar Iljörleifsson: Sálin vaknar. Ráttur úr
sögu æskumanns. Rvk. 1916. Útg.: Porsteinn
Gíslason.
í vetur sein leið las höf. upp hér í Rvik þætti úr skáld-
sögu þessari, og þótti mönnum unun á að hlýða, því eins
og kunnugt er les Einar Hjöleifsson afburða vel upp. Helzt
hefðu menn viljað heyra söguna á enda og þráðu því, að
hún kæmi út. Svo leið veturinn og fram undir sumarmál.
Þá kom bókin, og það var síður en svo, að hún brygðist
vonum manna, því að ýmsu leyli er hún með því bezta, sem
Einar Hjörleifsson hefir nokkru sinni ritað, og er þá mikið
sagt. En á köilum finst mér sagan þó nokkuð gölluð. Petta
getpr raunar verið sérkredda úr mér.
Efni sögunnar er á þá leið, að ungur stúdent, Eggert
Sölvason, hættir námi og gerist ritstjóri, fer að gefa út dag-
blaðið »()kuþór«, og um líkt Icyti lofast hann einni af helztu
stúlkum bæjarins, Svanlaugu Melan. En Eggert hefir ekki
miklum manni að má, og blaðaútgáfan gengur slirðlega. Rá
kemur þetta morð i'yrir, er sagan ræðir um. Eggert íinnur
lík úti á »battaríi« og rekst þar um leið á drykkjuræfil,
Bjarna að nafni. Hyggur hann, að Bjarni hafi framið morðið
og þvrlar nú upp um þetta dómadags moldviðri í »()ku-
þór«. En hann hefir mannræfilinn fyrir rangri sök. Og er
liann kemst í nánari kynni við móður hans, Alfhildi, sem