Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1916, Síða 194
186
Ritsjá.
[IÐUNN
laust . . . Og þið, sem hafið ekki vilst út frá snúrunni, þið
teljið ykkur örugga. Rið hlaðið utan um sál ykkar skjald-
borg drambseminnar. Pið kastið þaðan grjóti á þá fáráðling-
ana, seni álpast afleiðis . . . eins og hann Bjarni minn . . .
Já, hvað er kostur? Hvað er ókostur? . . . Guð veit það.
Eg veit það ekki«.
Pessi orð, og svo Iýsing móðurinnar á Bjarna, hefðu nú
átt að vera nógu áhrifamikil til þess að bræða sorann úr
sál Eggerts og telja honum hughvarf. Nei; hann verður
lika að fá sýn, sjá Álfhildi ummyndast í skotinu, þar sem
hún sat. Eg ann nú raunar kerlingunni þessa, þvi að hún
er dýrðlingur í mannsmynd. Orð Iiennar hafa þó þau áhrif
á Eggert, að honum snýst hugur. Hann fer að fá samvizku-
bit út af meðferðinni á Bjarna og reynir nú að veiða up])
úr Rúnka gamla, liver valdur sé að morðinu, en sá karl
lætur nú nú ekki fara ofan í sig. Dæmalaust er hann skemti-
legur og eins og hann sé dreginn lifandi út úr lífinu. En
Rúnki er nú ekki nema aukapersóna í sögunni, og þvi verð
ég að sleppa honum. En nú kemur Porsteinn, morðinginn,
rekinn af svipum samvizkunnar, á fund ritstjórans, með
játninguna svo að segja á tungubroddi, en þó hvorki hrár
né soðinn enn, og kemst ekki lengra í það skiftið en að
lýsa drykkjufýsn sinni:
»Vitið þér, hvað það er að sofa ekki á nóttum, en ráfa
um á daginn og Ieita að brennivíni . . . eins og dýr ráfar
um brunasanda og leitar að vatni . . . ? Eins og dýr . . .
eins og dauðþyrst dýr!« (bls. 136 o. s.)
Ekki þurfti nú getspakari tnann en Eggert til að vita,
hvað Þorsteinn fór. En höf. lætur sér það ekki nægja;
hann lætur þann, sem drepinn var, Þorlák sál. vera í för
með honum og skaka hausinn framan í Eggert. Þá fyrst
þykist hann hafa fengið þessa dæmalausu vissu, þessa
vissu á vissu ofan, er gerir eina blaðsíðu sögunnar svo
l'eiðinlega aflestrar:
»Hann vissi nú — liann vissi ekki hvernig liann vissi
það . . . Hann vissi, að í dag hafði hann staðið augliti til
auglitis með manndrápara.
»Honum varð hrollkalt af vissunni fáein augnablik« . . .
«... En vissan lét ekki reka sig á dyr.
»Hann áttaði sig mjög bráðlega á þvi, að hann hafði