Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1916, Page 195
IBUNN’]
Rilsjá.
187
engar sannanir. Enginn dómari mundi taka vissu lians til
greina. En hann vissi petta alveg jafn vel fyrir pví.
Hann vissi ekki, hvernig hann œtlaði að nota vissuna,
né hvernig hann ætti að nota hana, né hvernig hann gæti
notað hana. En hann vissi að hann ætlaði að nota hana.
Hvað sem bað kostaði, skvldi Bjarni nú úr steininuin«
(bls. 145).
Já, þvílík vissa! — Samt verður liún eitthvað öruggari og
»vissari« eftir að Porsteinn er búinn að koma öðru sinni og
skrifta fyrir honum þessi skriftamál, sem ég ininnist ekki
að hafa lesið öllu átakanlegri í nokkru erlendu skáldriti
{bls. 155—175). Enda hafa þau þau áhrif á mann, sem höf.
sýnilega ætlast til, að maður verður gagntekinn af með-
aumkun með aumingja manninum og álítur, að Porlákur
hefði átt skilið að vera margdrepinn fyrir það, hvernig
hann hefir eitrað alt líf Þorsteins. Ohrærður getur enginn
lesið þessar blaðsíður, og á þeim kemur skáldgáfa Einars
fram í allri sinni dýrð.
Ef það er skáldsins aðal að afhjú|ia mannssálirnar og
opna fyrir' manni lijartafylgsni þcirra, þannig að maður
fyllist samúð með þeim, geti grátiö með þeim; og sé það
gert með þeirri orðsins list, sem Einar ræður yfir, þannig
að því sé eins og andað inn i sál manns, þá er Einar Ifjör-
leifsson sannarlegt skáld, stórskáld, — þar sem honum tekst
svo upp eins og hér og víðar.
En það bagar hann, að minni liyggju, að liann hefir
jafnan einhverjar einka-skoðanir í pússi sínu, er hann endi-
lega þarf að ota fram og lialda við og við að lesaranum.
I þessari sögu gefur höf. i skyn, að við séum »guðir í álög-
um« og eiginlega öll að verða að guðum. Þetta er ósköp
íallegt. En mér fyrir mitt leyli fyndist nú, að við ættum fyrst
að reyna að verða að mönnum áður en við förum að reyna
að verða að guðum. Að minsta kosti þarf Eggert þess
áreiðanlega, eins og líka geíið er í skyn. Og áköf smekk-
leysa er það, að mér finst, sem bókin endar á — raunar
eina smekkleysan í henni! —• þar sem þau móðir Eggcrts,
Svanlaug og Melan eru sett á borð við Jesús frá Nazaret:
»Hver var að tala?
Var það móðir hans? Eða Svanlaug? Eða Melan konsúll?
Eða Jesús frá Nazaret?