Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1916, Qupperneq 196
188
Ritsjá.
1IÐUNN
Einhver guð var það áreiðanlega« (bls. 275).
Melan er auðvitað góður karl og mentaður stillingar-
maður, en — guði líkur finst mér hann þó ekki vera.
-----Ef óg nú að lokum mætti óska eins, Einari Hjör-
leifssj’ni til lianda, þá vildi ég óska þess, að lionum mætti
auðnast það einhvern tima að skrifa bók, sem væri óháð
öllum sértrúarkreddum hans og þó innblásin af þeim mikla
og næma skilningi, sem hann hefir á mannssálunum, og
hans ríku meðaumkun með öllu þvi, sem bágt á og örðugt
uppdráttar. Eá veit ég, að honum mundi auðnast að gefa
oss íslendingum sigilt (klassisktl lislaverk.
Á. II. n.
Einar Ilelgason: Rósir. Rvík 191G, % bls.
Prvðileg bók, hvit í sniðum með grænni umgjörð og
rauðri rós framan á, enda ræðir liún um rósir og önnur
inniblóm. Hún á erindi á hvert heimili i landinu, þar sem
liúsmóðirin hugsar nokkuð um hlýleik og híbýlaprýði. Og
óvíða eiga slíkar bækur meira erindi en lil vor, þar sem
náttúran fyrir utan er venjulegast svo hryssingsleg og um-
hleypingar bæði »á landi og i lundu«. Hvert það heimili,
sem á fögur og vel hirt blóm i stofutn sínum, hversu la-
tæklegt sem það annars kann að vera, andar frá sér, eins
og höf. segir, »ætíð hlýju móti þeim, sem inn koma« og
hefir einhvern þann »innileik« yfir sér, sem einmitt er svo
mikils virði á voru kalda landi. Áður liafa húsmæðurnar
ekki vitað það almennilega, hvernig þær ættu að fara með
blómin sín. En nú er úr þessu bætt með þessu snorta og
vandaða kveri, sem er svo skýrt og vel skrifað. í fyrri
helming bókarinnar segir höf. fyrir um meðferð lilómanna.
T síðari helmingnum lýsir hann jurlum þeini, er hafa má
i stofum inni. Húsmæður! Kaupið nú og lesið; og leggið
upp frá þessu kapp á það, að gera heimilin sem blómríkust
og fegurst. Pað er umstang, sem borgar sig og þið hafið
ánægju af, ef nokkur kvenmannslund er í ykkur.
Á. II. B.