Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1916, Page 197
IÐUNN]
Ritsjá.
189
Sigurður Magnússon: Berklaveiki og með-
ferð hennar. Rvík 1916. Útg.: Rorst. Gíslason.
Vifilstaða-læknirinn hefir ritað þarna lítið, vel samið
kver lianda alþýðu um berklaveikina og meðferð hennar.
Pj'rri helmingur þess er um sögu og útbreiðslu veikinnar,
en siðari helmingurinn um lækning hennar og meðferð.
Alt er þetta vel og skipulega skrifað og á erindi til almenn-
ings. En einhvern veginn íinst mér samt, ólærðum mann-
inum á slík skrif, sem taka hefði mátt meira tillit en gert
«r til íslenzkra staðhátta og siða, og vara menn scrstaklega
við sýkingarhættu þeirri, sem í þeim getur falist. Eg á þar
sér í lagi við »sveitaskröllin« í vondum og lítt þrifnum
húsakynnum, þar sem þyrlað er upp rykinu og sjúkar
manneskjur og heilbrigðar snúast hver innan um aðra,
og svo — kossana, er mikið munu hafa stutt að útbreiðslu
veikinnar meðal unga fólksins, þar sem sá siður er enn
tiðkaður, að lieilsast og kveðjast með kossi. Eæknarnir, að
minsta kosti sumir, kunna að gera lítið úr þessu, en ég
held að það sé ekki vert. Prátt fvrir þessa aðfinslu þykir
mér hókin þörl og góð hugvekja og væri óskandi, að hún
gæti dregið eitthvað úr útbreiðslu veikinnar, þessu þjóðar-
höli, sem alt af virðist heldur vera að frerast í aukana.
Á. II. B.
Ingimundur: Úrval. Rvik MCMXVI.
,Ingimundur er — sem betur fer — ekki aldauða. Einhver
Sljörnu-Oddi, — ef til vill sá er talaði um tunglið fyrir
Reykjavíkurbúum hér í vetur og fræddi þá svo afskaplega!
— hefir nú tekið saman aukið og endnrbætt úrval af helztu
ritgerðum Ingimundar í bundnu og óbundnu máli. Er nú
það eitl eftir, að hr. Arni Jakobsson kveði upp hæstaréttar
<lóm sinn yfir Ingimundi. Mun hann telja hann mestan
allra íslenzkra rithöfunda hæði að fornu og nýju og heita
á Alþingi að hlúa að þessu »efnismikla skáldi« með því
að setja hann efst á fjárlögin. Pvi að þar er eins og Árni
segir: »Samrýmd formfegurð og efnismeðferð«. Og eins og
kunnugt er úr Listfræði Árna (sbr. sérprent úr ísafold,