Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1917, Page 4
290
Goethe:
1IÐUNN
blíðuhót og bros á hvarmi
og brunakoss, — nei, handa mér!
Æ, nú svífur sól að tindi; —
sýkir hjarlað kveðjan mín.
í kossum þínum hvílíkt yndi!
og hvílík trygð í augum þin!
Eg kveð, — þú varpar votum hvörmum
með von og trega á eftir mér.
Ó, hvílík sæla í sjafna örmum,
sælt að mega unna þér!
Vorspá.
Gaukur! þú sem gæðaspá
gelur mönnum vorin á,
heyr nú okkar hænir beggja,
birtu forlög okkar tveggja,
við sem elskum eins og þú.
Spjaraðu þig og spáðu nú,
sparaðu ei þitt: gú-gú-gú!
Spáðu, vorfugl, spáðu nú.
Okkur hefir ást og trú
örvað til að reisa bú, —
erum full af fjöri og kæti,
festu, trygð og eftirlæti.
Getum við ei gift oss brátt?
Gaukur spáðu snjalt og hátt.
Alls eitt: gú! — annað: gú!
Ekki meira? — Hana nú!
Tvö ár! — það er töf og bið!
tvö ár! biðjum guð um frið!