Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1917, Page 6
292
Goethe: Pr.jú ástarkvæði.
I iðunn
Ver og kát, þótt víða’ um unni
volkist sá, sem elskar þú.
En — eins ég bið, er loks ég lendi
og leita’ í höfn, að svíki’ eg þig,
regin öll með refsivendi
reiði sinnar Ijósti mig.
Hugur veldur hálfum sigri,
hálfnað er verk, þá byrjað er!
Hraustur drengur veldur vigri,
en verjulaus er blauður hver.
Ef við hlið þér æ ég sæti,
ótti og kvíði dræpi mig;
alls þá freistað ei ég gæti
eins og núna fyrir þig.
Þekki’ eg dal einn, þakinn grundum,
þar sem eitt sinn göngum við
og ána við á aftanstundum
eirum ljúfum vatnanið.
Þar sem ösp á engjum grænurn
er og beikilundur forn,
rís að baki viði vænum
víst um síðir bæjarkorn.
[Á. H. B. þýddi.]
Vorvísa.
Kom, vor, með yl og sól í mína sál,
og svellin köldu þíð af hugans lindum.
Kom, gef mér lífsins afl og orkubál
og upp mér lyft frá vanans dægursyndum.
Vektu af dvala löngun mína og mál
með munarhlýjum, frjálsum sunnanvindum.
Arni Oreiða.