Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1917, Side 7
JÐUNN]
Sögnin um Gral.
Sögnin segir, að vínið, sem Kristur gaf lærisvein-
um sínum að bergja á, þá er hann stofnaði heiiaga
kvöldmáltíð, hafi verið í smaragðgrænum kaleik.
Kaleikur þessi komst í hendur Jósefs frá Arimaþeu,
þess er bjó um líkama Jesú, þá er hann var tekinn
niður af krossinum og lagður í gröfina. Lét hann
blóðið úr benjum lausnarans renna í bikarinn. Laukst
þá bikarinn aftur, en blóðið og vínið varð að dreyr-
rauðum rúbínsteini. Eftir þetta varð kaleikurinn eign
Jósefs og ættmenna hans og gekk í ættir mann fram
af manni. En svo mikil var helgi hans, að alt ilt
ilúði hann og að liann sneri öllu til góðs. Á kross-
ferðalimunum barst bikar þessi til Evrópu og hlaut
upp frá þvi nafnið Gral eða Gra’al1). Var bj'gt
yfir hann musteri á svonefndu Lausnarfjalli2).
Gættu hinir göfugustu og siðvönduslu menn hans
þar og voru því nefndir Gralsriddarar. Það var
aðaleinkenni þessara Gralsriddara, að þeir tóku al-
staðar máli þess góða og þess sem var minni máttar,
hvar sem þeir komu, gegn illgirni, lævísi og yfir-
gangi. Og svo mikil heill og hamingja fylgdi þeim,
að þeir báru jafnan sigur úr býtum. Þeir voru búnir
silkiserk, sem engin vopn bilu. Og sverð þeirra voru
þannig, að þau græddu, jafnskjótt og blæddi undan
þeim, því að lífssteinninn var fólginn í hjöltum þeirra.
En aldrei máttu þessir riddarar segja, í hvers þjón-
ustu þeir væru, né heldur ljósta því upp, hvar Gral
1) Er þetla dregið samnn úr latinsku orði: gratlale, er þýðir: llöt
ilivolf skúl.
2) Monl salvage.