Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1917, Page 8
294
Gustaf Fröding:
[ IÐUNN
væri niður kominn. Því að ósnortinn kvað liann
eiga að bíða betri tíma. Hann kvað eiga að bíða
þeirrar siðferðis- og trúarhetju, er sameinar allar
andstæður, snýr öllu illu til góðs, leysir alt hold af
fýsnum þess og lyftir gjörvöílum heiminum upp tii
guðs og hins góða. Þá lykst kaleikurinn upp að
nýju, og þá er drykkurinn, sem i honum er, orðinn
að þeirri ódáinsveig, að allir, sem á honum bergja,
mega lifa og lifa eilíflega. Og þá verður heimurinn
hreinn og fagur. En langir tímar líða, áður en þetta
komi fram. Þó er það að sumu leyti undir Grals-
riddurum og samherjum þeirra komið, hvenær þetta
megi verða. Þeim er ætlað að undirbúa jarðveginn,
ætlað að búa heiminn undir það með breytni sinni
og eftirdæmi, að hann geti orðið hreinn og fagur.
Enginn þekkir þessa Gralsriddara. En að sögn leyn-
ast þeir í hverju landi.
Atlantis.
Eftir
Gustaf Fröding.
Dynur sem brimsog frá bænum
bisandi mannfjöldans hergöngulag,
hjáróma neyðaróp hefjast
hátt yfir straumfallsins brag.
Hérna við sandinn
hafaldan sefur
vært eftir vorlangan dag.