Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1917, Page 9
IÐUNN|
Atlantis.
295
Báturirm ber okkur hægan
burtu frá annanna þysmiklu strönd;
draumanna blánandi blæja
breiðist um voga og lönd.
Legg mér að vanga
vangann og horfum
bæði yíir borðstokksins rönd.
f*að sem hér undir þú eygir
eru ekki steinar og klettar og sker,
— líttu á þær háreistu hallir,
hver þar af annari ber!
Atlantis sagna,
óðar og drauma,
heimurinn sokni er hér.
Hallveggir skinandi hvítir
hringast um glampandi marmaraborg,
fannhvítar, fornhelgar súlur
fylkjast um götur og torg.
Alt er í eyði, —
yfir þeirn rústum
svífur hin þögula sorg.
Auðvaldið gerðist að oki.
Aðalsins kynstóra fylkingarröð
hreif lil sín almúgans auðnu,
át og drakk og var glöð.
Sællifis vann hún
sigra, en landið
breyttist í báginda stöð.
Gullöld og skeggöld og skálmöld
sköpuðu Atlantis síðustu rök,
þjóðin, sem stytti sér stundir,
stóðst ei við ellinnar tök.