Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1917, Qupperneq 16
302
Porleifur H. Bjarnason:
|IBUNN
stefnu með Lloyd-George skildu venjulega sannfær-
inguna eftir í vasa hans.
Af mikilsvarðandi málum, sem hann leiddi til far-
sælla lykta í þessari ráðherratíð sinni, má nefna
lögin um siglingar, um hlutafélög og um einkaleyfi.
Hann dró yfirráð hafnar- og skipakvía í London úr
höndum einstakra auðmanna undir umsjá stjórnar-
innar, og þótti það svo vel ráðið, að jafnvel ákveðnir
mótstöðumenn hans kváðu það ,hin beztu úrslit'.
Hann fékk og mikið orð á sig fyrir hvað hann kæmi
vel og liðlega fram í sættagerðum milli verkamanna
og vinnuveitenda; einu sinni afstýrði hann allsherjar-
verkfalli, sem bre/.kir járnbrautaþjónar stofnuðu til,
þegar verst gegndi. Hann gat sér í stuttu máli al-
menningslof fyrir embættisdugnað sinn. En Lloyd-
George var og aðalfrömuður hinna margvíslegu um-
bóta á hag alþýðu, er Campbell-Bannermans-ráðu-
neytið bazt fyrir. Beindust þær einkum að því, að
tryggja verkamenn fyrir áföllum og slysum, koma á
fót sjúkrasjóðum og lögleiða ellistyrk að dæmi Þjóð-
verja, að ala önn fyrir munaðarlausum börnum og
gera úr þeim nýta borgara, bæta slöðu kvenna að
lögum og veita þeim kosningarrétt til stjórnar bæja-
og sveitarfélaga og loks að ráða bót á eymdarkjörum
verkamanna til sveita og hinna smærri leiguliða.
Sakir þessarar viðleitni Lloyd-George’s heíir fyrver-
andi andstæðingur hans, Bonar Law, valið honum
heitið »hinn litli bróðir smælingjanna«, og
þykir það réttnefni.
t*að var því ofur eðlilegt, að Herbert Asquith,
sem Edward konungur 7. gerði að forsætisráðherra,
þegar Campbell-Bannerman fór frá vegna heilsubil-
unar vorið 1908, gerði sér far um að tryggja sér
fylgi Lloyd-George’s og ílokks þess, er honum fylgdi.
Bauð hann honum því að gerast fjármálaráðherra,
en það embætti þykir einna virðulegast i brezka