Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1917, Side 19
IÐUNN’l
David Llovd-George.
305
1909, kvaddi konungur Asquith forsætisráðherra á
sinn fund til Balmoralhallar, en tveimur dögum
síðar hélt Lloyd-George þrumandi ræðu í New-
castle. Hann lýsti yfir því, um leið og hann barði
í borðið, að fjárlögin væri nú í raun réttri komin í
þann búning, er konungur ætti að staðfesta þau i.
,En látum lávarðana*, þrumaði hann, ,gera það sem
þeim býr i brjósti*. .Þeir geta komið af stað byltingu,
en það verður lýðurinn, sem stjórnar lienni*. Að því
búnu jós hann úr sér hæðilegum orðum og hrak-
mælum ,á þá sjö hertoga er væri eigendur að London*.
.Hertogi með öllum útbúnaði', sagði hann, ,er eins
dýr og tveir vígdrekar, og hann er jafnægilegur og
þeir, en — því er ver og miður — mun endingarbetri*.
Baráttan um fjárlögin stóð enn nokkra hrið og hafði
I.loyd-George og fylgismenn hans betur. Loks af-
greiddi neðri málstofan þau sem lög 4. dag nóvem-
bermánaðar 1909. Gengu rúmir 6 mánuðir og 450
sérstakar atkvæðagreiðslur í það að koma þeirn upp
úr deildinni.
Lloyd-George taldi sér nú sigurinn visan og full-
yrti, að lávarðadeildin mundi samþj’kkja fjárlögin,
en sú von brást honum. Lansdowne lávarður, for-
ingi íhaldsmanna, bar þar upp frumvarp til álykt-
unar þess efnis, að deildin hefði ekki heimild til að
samþykkja fjárlögin, þar sem svo mörg nýmæli væri
þeim samtvinnuð, fyr en þau hefðu verið lögð undir
úrskurð þjóðarinnar. þann 29. nóvembermánaðar
samþykti efri deildin ályktunina með miklum at-
kvæðafjölda.
Meðan þessi sögulega atkvæðagreiðsla átti sér slað,
sat Lloyd-George, kátur og kumpánlegur, eins og
ekkert hefði í skorist, að kvöldverði í matsöluhúsi
einu í Strand. Hafði hann lengi hugsað lávarða-
deildinni þegjandi þöríina, því að hún liafði um
mörg ár verið mótfaliin nýmælum frjálslynda llokks-
lðunn II. 20