Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1917, Page 23
IÐUNN|
David LIoj'd-George.
309
kauphöllinni og klúbbum íhaldsmanna slungu menn
saman nefjum um, að gróðabrallsmenn handgengnir
stjórninni hefðu hér haft hönd í bagga. Þóttu böndin
berast að Murray lávarði og Rufus Isaac dómsmála-
ráðherra, bróður forstjóra Marconifjelagsins; Lloyd-
George var og bendlaður við málið. Hófust af þessu
málaferli og þingið setti rannsóknarnefnd i málið.
Er því viðbrugðið, hversu vel LIoyd-George fór
vörnin úr hendi. Málinu lauk með því að ráðherr-
arnir afsökuðu sig í heyranda liljóði fyrir neðri
málstofunni 13. júní 1913. Að því búnu var sam-
þykt þingsályktun, er Iýsti yfir því, að ráðherrarnir
hefði verið grandlausir (bona íide) og átaldi einnig
sakaráburð þann, er þeir höfðu orðið fyrir. En hvor-
ugur þeirra ráðherranna þótti hafa vaxið af málinu.
Enginn núlifandi brezkur stjórnmálamaður hefir
betri tök á blöðum og blaðamönnum en Lloyd-Ge-
orge, og surnir hafa jafnvel þakkað blöðunum bið
mikla gengi hans. Það er og sannast að segja, að
hann lieíir margoft haft mikið gagn af greinum þeim,
er blöðin hafa llutt eftir innblæslri hans, enda er
hann sagður manna fúsastur á að veita tiðindamönn-
um viðtal. En komið hefir það fyrir, að bjartsýni
hans hefir glapið honum sýn, svo sem er hann um
nýársleyli 1914 lýsti yfir því í viðtali við blaðamann
frá ,I)aily Chronicle*. að sambúð Breta og Þjóðverja
væri nú stórum mun betri en hún hefði verið all-
mörg undanfarin ár. Bæði löndin virtust hafa Iátið
sér skiljast það, sem þau liefðu átt að sjá fyrir löngu:
að þau gætu ekki grætt neitt á ófriði, heldur æltu á
hættu að missa alt, en ef þau byndi með sér forna
vináttu, væri þeim innan handar að stórgræða án
þess að missa nokkurs í.
Þegar ófriðurinn gaus npp 1914, voru viðskifta-
og verzlunarhorfurnar engan veginn glæsilegar.
Kauphallir í útlöndum voru á heljarþröminni,