Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1917, Side 24
310
Þorleifur H. Iljarnason:
I iðunn
lánstrausiið á förnm, kaup og sala á vörum ieptist
og gullið rann eins og árstraumur út úr landinu.
Lloyd-George var önnum kafinn í því að útvega
ríkinu fé til reksturs hernaðarins, og fékk því
ærið verk að vinna, en lá ekki á liði sínu fremur
en hann er vanur. Hann kom því til leiðar, að
umlíðun á skuldum var lögleidd og að rikið
ábyrgðist endurgreiðslu sumra skulda, og Ioks voru
gefnir út nýir bréfpeningar til þess að koma í veg
fyrir, að gullið streymdi út úr landinu. Með þessum
og öðrum slíkum ráðstöfunum tókst honum að liefta
írafár manna: bankarnir voru opnaðir á ný og við-
skiftin komust nokkurn veginn aftur í samt lag.
Vorið 1915 fór Ascfuith-ráðaneytið að verða lausara
í sessinum. Kitchener lávarði, sein hafði verið falin
stjórn hermálanna, gekk tregt liðsmölunin; Hellu-
sundsleiðangurinn sóttist slælega og French inar-
skálkur kvarlaði sáran yíir hergagna- og skotfæra-
skorli. Hundust þá nokkrir menn samtökum undir for-
ustu NorthclilTe’s lávarðar, hlaða-útgefandans mikla,
um að steypa Ascjuith og setja nýtt ráðuneyti á lagg-
irnar með Lloyd-George sem forsætisráðherra. Þann
20. apríl flutti ,Times‘, aðalmálgagn NorthcliíTe’s
lávarðar, skorinorða og harða grein í garð stjórnar-
innar fyrir öll afskifti liennar af ófriðnum. Asc|uith
auðnaðist samt að verjast falli i það skiftið. Hann
skinnaði ráðuneytið upp og veitti Balfour og Bonar
Law, leiðtogum stjórnarandstæðinga, upptöku í það,
en handa Lloyd-George var stofnað nýtt og eftir því
sem á stóð einkar mikilsvarðandi ráðherraembætti.
Honum var falið að byrgja herinn að skotfærum og
öðrum hernaðargögnum. Hafði það lengi verið við-
kvæðið hjá honum og Northcliffe, að menn ættu að
ryðja sjer með sprengingum braut í gegnum óvina-
herinn og að sá ófriðaraðilinn myndi verða hlut-
skarpari að lokum, er hefði stærstu fallbyssuna. Nú