Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1917, Side 26
| IÐUNN
Heimsmyndin nýja.
Eflir
Ágúst H. Bjarnason.
II. Um uppruna og þróun lífsins.
Vér höfum nú í því, sem á undan er farið, verið
að kynna oss lilgátur þær, sem vísindin nú á síðari
tímum hafa gert sér um uppruna og þróun efnisins.
En nú er komið að næsta viðfangsefninu, hvaða
hugmyndir menn hafi gert sér um uppruna og þróun
hinna lifandi vera hér á jörðu. Og er þá réttast að
byrja á því að kynna sér tilgátur þær, sein menn
hafa gert sér um uppruna lífsins.
a) Um uppruna lifsins.
Mörgum kann nú að virðast svo sem spurning
þessi sé bæði fílldjörf og óþörf. Heíir oss ekki verið
kent það, að guð hafi í öndverðu skapað hinar mis-
munandi tegundir jurta og dýra, að hann liafi mynd-
að manninn úr leir jarðarinnar og blásið lifsanda í
nasir honum? Og megum vér ekki láta oss nægja
þetta? — Það er efamál. f*ví að þótl menn trúi því, að
guð hafi skapað manninn i sinni mynd, þá verður
þeim á engan hátt skiljanlegra fyrir það, hvernig
þetta haíi getað átt sér stað. Og auk þess er það
álitamál, hvort guði sé nokkur sæmd að þessu. Eins
og það er miklu meiri sæmd fyrir manninn, ef menn
trúa því, að hann í fyrstu liafi verið dýr, en sé nú
orðinn að manni, heldur en þó menn trúi þvi, að
hann sé fallin vera; eins er það guði eða alver-
unni til miklu ineiri vegsemdar, hafi liann frá önd-