Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1917, Page 34
320
Fiðlu-Björn.
| iðunn
Forleíkur.
[Á fjöllum uppi að vorlagi. í kleif. Unglingspiltur, fríður
og íturvaxinn, fer upp kleifina. Hann er í ferðafötum, með
malpoka á baki og staf í hendi. — Niðaþoka.]
Fiðlu-Björn
(staldrar viö og styðst fram á stafinn):
Vilt er um mig. — Enga vörðu eg eygi,
engin vegarstjarna mér hér lengur skín.
Dauflegt er að fara fjallavegi,
er fjárans þokan hylur alla sýn;
og sárt er þeim, er sjá vill alt og skoða,
að sjá nú varla handa sinna skil,
en ráfa’ í blindni, vita búinn voða,
ef víkur fæti ofuriítið til:
grjótflug hið efra, — undir þruma djúpin,
og einkarlétt að steypast fyrir núpinn.
(Grillir í eitthvað. — Preifar fyrir sér.)
Hvað er þetta? — Grár og glettinn klettur.
— Gestrisnin hér ei til hæða býr! —
Enn hvað þú ert aðlaðandi hýr,
úðasleginn, harður, hvass og brettur!
(Býst til að setjast lyrir.)
— Jæja, það er skjól að köldum kletti,
og kúra hérna stundarkorn ég vil,
bíða þess, hvort birti ekki til
eða þá af næstu leitum létti.
— Á meðan skal sér skemt við fiðluspil.
(Dregur tvistrengjaða islenzka liðlu upp úr mal sinum, stillir liana og
fer að leika á liana. Siðan syngur hann)
Fiðlu-lagið:
Þú, fiðlan mín, er sorg og gleði geymir
og gengur mér í hollvinanna stað,
alt geðslag mitt úr strengjum þínum streymir,
er strýk ég þig og vef þig brjósti að;