Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1917, Page 37
IÐUNN|
Fiðlu-Björn.
323
2. álfu r:
Þér verður fuglsins dæmi,
er fjaðralaus kúrir;
skríður hann brátt að skjóli,
skundar hann veðrum undan;
týnir hann söng og sundi,
sína gleðina fellir,
liggur svo lengi í sárum
Ijóðasvanurinn góði.
3. álfur;
Þér verður hörpunnar dæmi,
hennar er á vegg hvolfir,
stjórnarlaus og strengja,
stillirinn er frá fallinn;
fellur á sót og sorti,
saknar manns í ranni;
enginn má strenginn strjúka,
slökkur hann loks og hrökkur.
4. á 1 f u r
(hinir taka undir):
Þó skal ei syrgja og sýta,
syrtir um stundu yíir;
eftir mun aftur létta,
ótta rennur af nóttu.
Skipið mun sæinn sigla,
svífa skal fugl í lofti,
halur um foldu halda,
hljómur úr strengjum óma.
13 j ö r n
(rumskar):
Hvað er þetta? — Eru að gerast undur?
Undrasöngur! — Hvílíkt strengjaspil.
21