Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1917, Page 38
324
Fiðlu-Björn.
[ IÐUNN
Hér er þó víst enginn helgilundur?
— Hægan, Björn, og legg nú hlustir til.
Tóntöfrar
(álfarnir syngja):
Birti á stundu í landi og lundu,
Ijómi sól um hóla og gil;
þoku létti af laut og kletti,
ljósálfa við fiðluspil.
Birti til, til, til!
Þoku létti af laut og kletti
Ijósálfa við fiðluspil.
(Nú glaðnar til og tiguleg, grænmötluð kona gengur úr klettinum.)
B j ö r n
(losar svefninn og segir):
Hver ert þú, in háa, fagra kona?
Hvaðan bar þig hingað að til mín?
Hver ert þú, að glaðui til sí svona?
Söngst þú áðan, var það röddin þín?
Þórey álfkona:
Sæll vert þú, Björn. Eg er þín ættarfylgja,
þótt aldrei sæir þú mig fyr en nú,
er móðir Hálfdáns, má ei um það dylgja,
og meira að segja er ég fóstran sú,
er móður þina ól svo upp í æsku,
að ei hún þj'kir laus við alla græsku.
(Brosir sem snöggvast, cn verður aftur alvarleg.)
Hann faðir minn var allra vætta æðstur
og átti bygð í sjálfum Tindastól;
þar stóð hans salur, gulli og silfri glæstur,
hann gaf mér heitið Skagafjarðarsól.
En afa þinum varð mér á að unna
og af því hrundi höllin min til grunna.