Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1917, Page 43
ÍÐUNN|
Fiðlu-Björn.
329
Eg skyldi æfa anda, hönd og fót,
eg skyldi svifta’ hann öllum hugargrýlum,
ógnunum, beyg og heimskum trúarskýlum
og leiða’ ann siðan ljósi og lifi mót.
í hjartað unga skyldi eg stáli stappa,
stilla hugann, — gera hann að kappa!
láta’ ann berjast upp á eigin spýtur,
svo yrði’ ann hraustur, dyggur, trúr og nýtur.
Ætti’ ann svo kjark og góða, glaða lund,
þólt grátt hann reyndi...
(Barið.)
Gakk inn!
Nú, mér heyrðist barið.
(Björn birtist i gættinni. Prcstur slarir á liann.)
Hver ertu?
(Við sjálfan sig.)
Ætli hér sé svarið?
Ætli’ eg hafi hitt á óskastund?
— Hver ert þú, drengur?
B j ö r n :
— Sonur systur þinnar.
Séra Hálfdán:
Mér sýndist þetta! Ert þú sendur mér?
B j ö r n :
Svo er það, ef sama virðist þér
og sinna vilt þú orðum móður minnar.
Séra Hálfdán:
Hvað vill þá móðir þín?
B j ö r n :
Það veit ég ei,
en visast telur hún mig ólánsgepil.