Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1917, Side 54
340 Leonard Merrick: [iðonN
út í slíka örvænting. Eg heíi líka unnað konu hug-
ástum, en aldrei hafa verið svo mikil brögð að þvi,
að ég hafi viljað hengja mig út af því. Það er nóg
af kvenfólki í París — ef ein bregzt, þá er æfinlega
einhver önnur til taks. Það sé fjarri mér að vilja
leggjast í móti því, sem fyrir yður vakir, því að ég
lít svo á, að það komi hverjum manni einum við,
hvort hann vill drepa sig eða ekki, og að það sé
megnasta ósvífni, þegar einhver slettireka þjdcist fara
að »bjarga« manni; en úr því að þér eruð ekki
byrjaður á því, þá verð ég að segja það, að mér
íinst það nokkuð íljótfærnislegt af yður«.
»Eg hefi ihugað það«, svaraði Tourniequot, »ég
hefi íhugað það vandlega. Það er ekkert undanfæri,
ég segi yður satl«.
»Ég mundi gera enn eina tilraun til að vinna
dömuna — svei mér sem ég gerði ekki enn eina til-
raunina! Þér eruð ekkert ólaglegur maður. Hvað
finnur hún að yður?«
»Það er ekki fyrir það, að liún íinni neitt að mér
— þvert á móti. En hún er kona með háleitri Iífs-
stefnu, og hún á eiginmann, sem elskar hana út af
lífinu — hún vill ekki valda honum sárri sorg. Svona
liggur nú í því«.
»Er hún ung?«
»Ekki meira en þrítug«.
»Og falleg?«
»Hún er fögur eins og engill! Hún hefir spékopp
i hægri kinninni, þegar hún brosir, og sá spékoppur
ætlar að gera mig brjálaðan«.
»Það er nú af mér að segja, að ég get vel verið
án allra spékoppa; en menn eru nú inisjafnt gerðir
— og það er ekki til neins að vera neitt að þræta um
þess konar. Þetta er skárra samsafnið af eiginleik-
um — ung, fögur, skírlíf! Og ég þori að ábyrgjast,
að aulinn, sem er maðurinn hennar, metur hana ekki