Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1917, Qupperneq 55
IÐUNN]
Sjálfsnioröingjarnir.
341
að neinu! Er það ekki æfinlega svona? Eg tek nú
mig til dæmis — en auðvitað kvæntist ég eins og
asni; ég gekk að eiga listakonu. Ef ég gæti lifað
lífinu upp aftur, mundi ég heldur kjósa hverja sauma-
konu sem væri. Lislakonur eru vel fallnar til lófa-
klapps, blómvanda, lítilla miðdegisverða, en ekki til
hjónabands«.
»Þar get ég ekki verið yður sammála«, sagði Tour-
nicquot, nokkuð drembilega. wÞér kunnið að hafa
verið óheppinn í yðar reynslu, en það eru alveg eins
göfugar konur í leikhúsunum og á nokkurum öðrum
sviðum. Því til sönnunar er það, að daman, sem ég
tilbið, er sjálf riðin við leikhús!«
»Jæja — er það satt? Væri of mikil framhleypni
af mér að spyrja, hvað hún heitir?«
»Suint er það, sem menn segja ekki«.
»Alveg rétt! En svona til fróðleiks? Það er ekkert
niðrandi í því, sem þér hafið sagt — þvert á móti«.
»t*að er satt. Jæja, þagmælsku-ástæðan er þá úr
sögunni! Menn þekkja hana alment sem .Lukretíu
fögru‘«.
»Hvað?« æpti hinn, og stökk upp.
»IJvað gengur að yður?«
»Hún er konan mín!«
»Konan yðar? Það getur ekki verið!«
»Eg segi yður satl, að ég er kvæntur henni — hún
er ,frú Beguinet‘«.
»Guð minn góður!« sagði Tournicquot, lágt og
alveg agndofa; »hvað hefi ég gert!«
»Svo að ... þér eruð elskliugi hennar?«
»Hún hefir aldrei gelið mér undir fótinn — munið
þér, hvað ég hefi sagt! Þér hafið enga ástæðu til
afbrýðisemi — ætla ég ekki að fara að fyrirfara
mér af því að hún vill ekki lieyra mig né sjá? Eg
segi yður alveg salt, að —«
»Þér misskiljið geðshræring mína — hvers vegna