Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1917, Page 57
IÐUNN' 1
Sjálfsmorðingjarnir.
343
»Ég hefi sams konar atvinnu eins og frúin — ég
er líka listamaður«.
»f*á fer einstaklega vel á þessu. Ég sé fram á
gleðilega sambúð. Heyrið þér — þetta gengur snild-
arlega! Hvað er það, sem þér leggið stund á —
höggormar, búktal, dansandi kanínur, hvað er það?«
»Ég heiti Tournicquot«, sagði gamanleikarinn, tígu-
lega. »Með því er öllu svarað!«
»A-ha! Er það svona. Nú skil ég, hvers vegna mig
hefir furðað á málrómnum yðar! Hr. Tournicquot,
það er mér mikill fögnuður að kynnast yður. Ég sé
það í hendi minni, að þetta gengur alt eins og í
sögu! Ég skal segja yður, hvað við gerum. Hingað
til liefi ég ekki átt neins annars úrkosta en annað-
hvort að búa með frúnni eða fyrirfara mér, af því
að mín atvinna hefir ekki gengið vel, og — þó að
mér hafi þótt mikil metnaðarskerðing að því — laun
hennar hafa verið mér nauðsynleg til þess að geta
tifað. Nú er leiðin fundin út úr vandræðunum; nú
verður lífið að einu sólskini fyrir yður, fyrir mig, og
fyrir hana! Ég þurka sjálfan mig út úr tilverunni;
ég fer í fjarlægt land — til dæmis til Belgiu — og
þér látið mig fá laglega fjárhæð. Pér skuluð ekki
vera með neinn kviða; krýnið þér hana með blóm-
um, leiðið þér hana upp að altarinu, og verið þér
rólegur — ég skal aldrei koma aftur. Þér skuluð
ekki fara að ímynda yður, að ég komi einn góðan
veðurdag, eins og fantarnir í leikhúsunum, og leggist
eins og þrumuský yfir ánægjulegt heimili. AUs ekki!
Það getur jafnvel vel verið, að ég kvænist aftur, hver
veit? Sannleikurinn er sá, að ef þér látið fjárliæðina
vera svo ríflega, sem fjölskyldumaður þarf, þá skal
ég skuldbinda inig til að kvænast aftur — ég hefi
æfinlega haft tilhneiging til þess, sem nokkur áhætta
fylgir. Það mundi loka á mér munninum, ha? Eg
gæti ekki hótað neinu, jafnvel þó að ég væri illa