Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1917, Side 59
IÐUNN1
Sjálfsmorðingjarnir.
345
»Tilefnið er um garð gengið, það er alveg satt.
Gott og vel! Komið þér, lagsmaður; við skulum fara
ofan stigann«.
Hver getur séð fram i ókomna tímann? Fyrir
stuttri stund höfðu þeir verið hvor öðrum ókunnugir*
og hvorugur hafði hugsað sér að fara lifandi út úr
húsinu; nú leiddust þeir út þaðan fjörlega! Báðir
voru í góðu skapi, og þegar lamparnir í kaffihúsinu
voru farnir að hjóða þá velkomna, og vínið rann
glaðlega ofan í glösin þeirra, þá hringdu þeir glös-
unum með tilíinningum, sem voru hvorki meira né
minna en bróðurlegar.
»En hvað mér þykir vænt um að hafa hitt yður«,
sagði Beguinet. »Eg drekk skál lijónabandsins yðar,
lagsmaður; ég óska að þér hafið ánægju af því!
Fyllið þér glasið yðar aftur — nóg er af ílöskunum
í kjallaranum. Guð minn góður, þér eruð lífgjafi
minn — ég verð að faðma yður! Aldrei heíir mér
þótt jafnvænt um nokkurn karlmann! í kvöld var
alt dimt fyrir augum mínum, ég örvænti, hjarla mitt
var þungt eins og fallbyssukúla — og í einni svipan
varð veröldin björt! Rósir blómgast fyrir fótum mér,
og litlir lævirkar syngja í loftinu. Ég dansa, ég hoppa!
Hvað vináttan er yndisleg, hvað hún er háleit! —
betri en auðæfi, betri en æska, betri en ást konu;
auðæfin rýrna, æskan líður á burt, konan hrýtur.
En vináttan er —. Aftur í glasið! Það rennur vel
niður, þetta vín. Við skulum fá okkur humra! Svei
inér sem ég hefi ekki fengið malarlyst. Rau gera
mann gráðugan, þessi sjálfsmorð, finst yður ekki?
Eg ætla ekki að vera neitt uppástöndugur — ef þér
teljið að þér eigið að veita, þá skuluð þér fá að
borga. Humra og aðra flösku? Á það að vera á minn
kostnað eða yðar?«
»0, við borgum reikninginn allan í einu!« sagði
Tournicquot.